- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Erlingur, Aron, Viktor Gísli, Jóhannes Berg

Dagur Sigurðsson þjálfari japanska karlalandsliðsins hvetur sína menn til dáða. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Dagur Sigurðsson og leikmenn japanska landsliðsins töpuðu fyrir landsliði Túnis í síðasta leik sínum á fjögurra þjóða móti í Gdansk í Póllandi í gær, 36:31. Leikurinn var lengi vel í jafnvægi og m.a. munaði aðeins einu marki að loknum fyrri hálfleik, 16:15. Túnisbúar voru sterkari á endasprettinum.

  • Erlingur Richardsson og hans menn í hollenska landsliðinu töpuð einnig sínum síðasta leik á sama móti er þeir mættu landsliði heimamanna, Pólverjum. Lokatölur voru 33:27 fyrir Pólland sem var marki yfir, 17:16, eftir fyrri hálfleik.
  • Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í fjórum skotum og átti sex stoðsendingar þegar lið hans Aalborg Håndbold tapaði fyrir GOG, 38:35, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gærkvöld. Leikið var á heimavelli GOG. Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður GOG, spreytti sig á að verja eitt vítakast en varði það ekki.
  • GOG er efst í dönsku úrvalsdeildinni með 33 stig eftir 17 leiki. Aalborg er í öðru sæti með 25 stig og Fredericia situr í þriðja sæti með 23 stig en hefur leikið 18 leiki.

  • Unglingalandsliðsmaðurinn Jóhannes Berg Andrason er handknattleiksmaður Víkings 2021 en hver deild félagsins tilnefndi einn úr sínum röðum í kjöri á íþróttamanni Víkings 2021. Jóhannes Berg hreppti ekki hnossið. Það kom í hlut Kára Árnasonar leikmanns Íslandsmeistaraliðs félagsins í knattspyrnu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -