- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur og fleiri í æfingaleikjum, finnast ekki, EMU17, HMU19

Dagur Gautason leikmaður ÖIF Arendal. Mynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net
- Auglýsing -
  • Akureyringurinn Dagur Gautason gekk til liðs við norska úrvalsdeildarliðið ØIF Arendal í sumar frá KA. Hann hefur gert það gott með liðinu í æfingaleikjum síðustu vikur. Dagur skoraði m.a. níu mörk og var markahæstur í gær þegar ØIF Arendal vann Nærbø, 33:29. Í dag mætir ØIF Arendal pólska liðinu Gdansk. Auk Dags er annar Akureyringur á snærum ØIF Arendal, Hafþór Már Vignisson. Hann kom til félagsins á miðju keppnistímabili í fyrra.
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði sex mörk þegar Gummersbach vann sænsku meistarana í IFK Kristianstad, 35:32, í fyrstu umferð Heidi-Cup æfingamóts í Þýskalandi í gær. Hákon Daði Styrmissonar var ekki á meðal markaskorara Gummersbach-liðsins sem mætir Skjern á mótinu í dag.
  • Hannover-Burgdorf vann Skjern á Heide-Cup í gær, 31:27. Heiðmar Felixson er sem fyrr aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Kadetten Schaffhausen í eins marks sigri á HSV Hamburg á áðurnefndu Heidi-Cup-móti, 31:30. Óðinn Þór skoraði sigurmarkið úr vítakasti á síðustu sekúndu.
  • Enn sem komið er hefur ekkert spurst til 10 leikmanna U19 ára landsliðs Búrúndí sem stungu af frá hóteli liðsins í Rijeka í Króatíu síðdegis á miðvikudaginn. Leikmennirnir voru ásamt löndum sínum að taka þátt í HM 19 ára landsliða sem lýkur á morgun. Lögreglan í Króatíu leitar piltanna.
  • Danir leika til úrslita við Evrópumeistara Spánverja á morgun á heimsmeistaramóti 19 ára landsliða karla í Króatíu. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem Danir leika til úrslita á HM 19 ára landsliða en mótið fer nú fram í níunda sinn. Króatar og Afríkumeistarar Egyptalands eigast við í leiknum um bronsið.
  • Færeyingar leika um 7. sætið á HM 19 ára landsliða karla á morgun. Andstæðingurinn verður landslið Noregs. Færeyingar höfnuðu í 7. sæti á HM 21 árs landsliða sem lauk í Berlín í byrjun júlí.
  • Danskt landslið leikur einnig til úrslita á Evrópumóti kvenna í handknattleik 17 ára landsliða í Podgorica í Svartfjallalandi á morgun. Danir leika við Frakka sem hafa leikið frábærlega á mótinu. Króatar og Þjóðverjar leika um bronsverðlaunin. Frakkar lögðu Þjóðverja örugglega í undanúrslitum, 26:21. Danir höfðu betur í leik við Króata, 21:20.
  • Íslenska landsliðið leikur síðasta leik sinn á EM 17 ára landsliða kvenna í dag er það mætir Norður Makedóníu um 15. sætið á mótinu. Flautað verður til leiks klukkan 9.15 og að vanda verður textalýsing frá leiknum á handbolti.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -