- Hvorki Dagur Sverrir Kristjánsson né Þorgils Jón Svölu- Baldurson skoruðu fyrir HF Karlskrona þegar liðið tapaði í gær fyrir HK Aranäs, 33:30, á útivelli í fjórðu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Ólafur Andrés Guðmundsson lék ekki með HF Karlskrona vegna meiðsla. Phil Döhler varði 10 skot, 25,6%, í marki HF Karlskrona.
- HF Karlskrona er í hópi fjögurra liða sem eru í fjórum neðstu sætum deildarinnar. Hvert lið hefur tvö stig að lokum fjórum leikjum. Meðal liðanna HK Aranäs.
- Ari Magnús Þorgeirsson er nýjasti liðsmaður ÍH í Hafnarfirði en lið á vegum félagsins hefur tekið upp þráðinn eftir nokkurn dvala og leikur í 2. deild karla um þessar mundir. Ari Magnús lék lengi með FH og Stjörnunni. Hann rifaði seglin fyrir nokkru en hefur tekið fram skóna á nýjan leik.
- Hin þrautreynda handknattleikskona Kristín Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við Stjörnuna og meira að segja leikið einn leik með liðinu í Olísdeildinni. Kristín kemur til félagsins frá HK. Kristín lék áður með Stjörnunni frá 2004 til 2007 og aftur frá 2018 til 2019.
- Alex Dujshebaev leikur ekki með pólska meistaraliðinu Industria Kielce næstu vikurnar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu félagsins. Dujshebaev meiddist á upphandleggsvöðva í viðureign Industria Kielce og PSG í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.
- Þýski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Wolff, sem verið hefur frá keppni síðan í lok ágúst, er byrjaður í léttum æfingum en óvíst er hvenær hann mætir út á leikvöllinn aftur með Industria Kielce.
- Auglýsing -