- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Daníel Freyr, Aron Dagur, Bjarni Ófeigur, Palicka, Strasek, Mikler, Bodo

Daníel Freyr Andrésson markvörðurog félagar í Guif unnu í dag. Mynd/Eskilstuna Guif
- Auglýsing -
  • Daníel Freyr Andrésson náði sér alls ekki á strik í gær þegar lið hans, Guif, tapaði fyrir IK Sävehof, 35:29, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar leikið var í Partille. Daníel Freyr stóð hluta leiksins í marki Guif og varði ekkert af þeim níu skotum sem bárust á mark hans. Aron Dagur Pálsson var einnig fjarri sínu besta. Hann skoraði ekki mark þrátt fyrir þrjár skottilraunir, var einu sinni vísað af leikvelli en átti eina stoðsendingu. Guif er í 10. sæti deildarinnar af 14 liðum hennar. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde léku ekki í gær við HK Aranäs eins og til stóð. Leiknum var slegið á frest vegna kórónuveirunnar sem víða setur strik í reikninginn þessa dagana. 
  • Andreas Palicka lék í gær sinn fyrsta leik fyrir Redbergslid eftir að hafa fengið rift samningi sínum við Rhein-Neckar Löwen á dögunum. Hann fór á kostum og varði 20 skot, 49%, þegar Redbergslid vann HK Malmö, 27:24, í Gautaborg. Þetta var aðeins þriðji sigur Redbergslid í 15 leikjum í deildinni á keppnistímabilinu. Liðið rekur enn lestina en aukinnar bjartsýni ríkir í herbúðum liðsins með komu Palicka. 
  • Danski landsliðsmaðurinn Aaron Mensing hefur framlengt samning sinn við Flensburg í Þýskalandi um eitt ár eða til ársins 2024. Mensing kom til félagsins í sumar sem leið og virðist líka svo vel vistin að ekkert er til fyrirstöðu að festa ráð sitt til lengri tíma en upphaflega stóð til. 
  • Bostjan Strasek, fyrrverandi landsliðsmaður Slóvena í handknattleik karla lést í fyrradag 53 ára gamall eftir alvarleg veikindi, eftir því fram kemur á heimasíðu slóvenska handknattleikssambandsins.  Strasek var markvörður Celje Lasko í 11 ár en einnig lék hann með RK Slovenj Gradec, ATSV Innsbruck og RK Cimos Koper. Árum saman vann hann sem markvarðaþjálfari. Strasek var þjálfari U18 ára landsliðs Slóvena sem varð Evrópumeistari sumarið 2018.
  • Ungversku landsliðsmennirnir Roland Mikler og Richard Bodo hafa skrifað undir nýja samninga við meistaraliðið í heimalandi sínu, Pick Szeged. Mikler verður þar áfram hjá liðinu til 2024 en Bodo til 2025. Þeir verða að öllum líkindum í ungverska landsliðinu sem mætir því íslenska í riðlakeppni EM 18. janúar nk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -