- Daníel Freyr Andrésson náði sér ekki á strik í gærkvöld þegar lið hans Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Ystads IF, 32:29, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Daníel Freyr varði eitt skot áður en hann var kallaður af leikvelli. Guif situr í níunda sæti deildarinnar með 20 stig og er 17 stigum á eftir Ystads sem er í efsta sæti.
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék ekki með Skövde sem gerði í jafntefli við Helsingborg, 32:32, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni. Skövde er í fimmta sæti deildarinnar.
- Línumaðurinn Katla Björg Ómarsdóttir framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss á dögunum. Katla, sem er 22 ára gömul, er einn af reynslumestu leikmönnum Selfossliðsins.
- Franska handknattleikskonan Alexandra Lacrabère hefur ákveðið að ganga til liðs við Chambray Touraine í sumar og kveðja um leið Fleury Loiret Handball hvar hún hefur leikið í síðustu þrjú ár.
- Lacrabère er ein reyndasta handknattleikskona Frakka og á að baki 252 landsleiki á sl 15 árum og hefur skorað liðlega 800 mörk. Lacrabère var kjölfestan í franska landsliðinu sem hlaut silfurverðlaun á EM í Danmörku í desember og hluti af sigurliði Frakka á HM 2017 og á EM árið eftir.