- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Díana Dögg, Hildigunnur, Guðmundur, Arnar, Rúnar, Aron

Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar í Sachsen Zwickau, sigurlið þýsku 2. deildarinnar. Mynd/BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -
  • Díana Dögg Magnúsdóttir og samherjar Sachsen Zwickau töpuðu fyrir Füchse Berlin, 29:26, í lokaumferð þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í gær. Úrslitin breyttu þó engu um að Zwickau vann deildina og færist upp í deild þeirra bestu á næstu leiktíð í fyrsta inn í um aldarfjórðung. Díana Dögg skoraði þrjú mörk í gær.
  • Hildigunnur Einarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Leverkusen í síðasta leik sínum fyrir félagið í gær þegar Leverkusen vann Oldenburg á heimavelli, 32:26. Hildigunnur leikur ekki síðustu leiki í liðsins í þýsku 1. deildinni þar sem hún er að flytja heim en fyrir dyrum standa próf hjá henni hér heima á Íslandi á næstu dögum þar sem hún leggur stund á háskólanám. Hildigunnur leikur með Val á næsta keppnistímabili en hún hefur verið atvinnumaður í Noregi, Svíþjóð, Austurríki og Þýskalandi í nærri áratug.
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í MT Melsungen töpuðu naumlega í gær fyrir meisturum Kiel, 29:28, í hörkuleik á heimavelli í Kiel í þýsku 1. deildinni. Leikmenn Melsungen voru nærri að jafna undir lokin en Niklas Landin varði síðasta skot leikmanna Melsungen á mark Kiel á síðustu sekúndu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Melsungen en liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar.
  • Leikmenn EHV Aue kvöddu Rúnar Sigtryggsson þjálfara liðsins á viðeigandi hátt í gær með stórsigri á Fürstenfeldbruck, 33:21, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson, markvörður, sat á bekknum allan leikinn. Rúnar tók tímabundið við þjálfun Aue í byrjun desember vegna alvarlegra veikinda þjálfara liðsins. Rúnar lauk störfum í gær og kemur heim til Íslands í dag. Hann skilur við liðið í sjötta sæti deildarinnar.
  • Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk þegar Barcelona vann Ademar León, 34:27, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærmorgun. Barcelona er efst í deildinni með 62 stig eftir 31 leik og er fyrir löngu orðið spænskur meistari enn eitt árið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -