- Auglýsing -
- Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði eitt mark fyrir sitt nýja lið, Skanderborg AGF Håndbold í 11 marka sigri á þýska liðinu GWD Minden, 32:21, í æfingaleik í gær. Þetta var fyrsti leikur Donna með danska úrvalsdeildarliðinu sem hann gekk til liðs við á dögunum eftir fjögurra ára veru hjá PAUC í Aix í suður Frakklandi.
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði tvö mörk fyrir Amo Handboll þegar liðið gerði jafntefli við danska úrvalsdeildarliðið TMS Ringsted, 32:32, í fyrradag.
- Dagur Gautason og liðsmenn norska úrvalsdeildarliðsins ØIF Arendal gerðu jafntefli á heimavelli við Kristiansand Topphåndball, 38:38, í fyrradag. Engum sögum fer af því hvort Dagur skoraði mark í leiknum sem var sá fyrsti á æfingatíma liðsins.
- Franska handknattleiksliðið Neptunes de Nantes óskaði í gær eftir gjaldþrotaskiptum. Helsti bakhjarl félagins sagði upp samningi sínum í vetur. Ekki tókst að finna annan. Neptunes de Nantes hefur verið þriðja öflugasta kvennalið Frakklands á síðustu árum og komst m.a. í undanúrslit í Evrópudeildinni í vor.
- Sænska landsliðskonan Jenny Carlson hefur samið við þýska meistaraliðið HB Ludwigsburg (áður Bietigheim). Carlson hafði samið við Buducnost í Svartfjallalandi en ekkert varð af komu hennar til félagsins. Öllum samningum leikmanna við félagið var sagt upp í sumar þegar stefndi í gjaldþrot Buducnost.
- Auglýsing -