- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Donni, Teitur Örn Arnór Þór, Ýmir Örn, Viggó, Eydís, Gjekstad

Kristján Örn Kristjánsson, Donni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni,  átti sannkallaðan stórleik í gærkvöld þegar hann skoraði 10 mörk og var markahæstur leikmanna PAUC þegar þeir unnu Istres, 35:26, á heimavelli í upphafsleik annarrar umferðar frönsku 1. deildarinnar í handknattleik. Þetta var í fyrsta sinn sem Donni skorar einn tug marka í leik í frönsku 1. deildinni. Um leið var þetta fyrsti sigur PAUC í deildinni á keppnistímabilinu. 
  • Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark og kom lítið við sögu þegar Flensburg gerði jafntefl við Füchse Berlin á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar fjórða umferð hófst með þremur leikjum.  Lokatölur, 31:31. Þetta voru fyrstu stigin sem liðin tapa á keppnistímabilinu. Daninn Mathias Gidsel skoraði 11 mörk fyrir Füchse Berlin. Johan á Plógv Hansen skoraði átta mörk fyrir Flensburg og Emili Jakobsen sjö. 

  • Arnór Þór Gunnarsson lét lítið fyrir sér fara og skoraði ekki mark fyrir Bergischer þegar liðið vann Lemgo, 32:28, á heimavelli í gær. Bergischer hefur fjögur stig eftir fjóra leiki og er sem stendur í áttunda sæti. 
  • Ýmir Örn Gíslason var í sigurliði Rhein-Nekcar Löwen sem vann lánlaust lið Leipzig, 30:24, á heimavelli. Ýmir Örn skoraði ekki en var prímusmótor í vörninni sem var frábær. Ými var einu sinni vísað af leikvelli. Viggó Kristjánsson skoraði heldur ekki fyrir Leipzig. 
  • Rhein-Neckar Löwen er með sex stig eftir þrjá leiki og er í fínum málum. Leipzig er hinsvegar í slæmum málum og er eitt fjögurra liða sem er ennþá án stiga. 

  • Eydís Pálmadóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild Fram. Eydís er leikstjórnandi eða skytta og verður í lykilhlutverki í ungmennaliði Fram sem leikur í Grill66-deildinni sem hefst eftir rúma viku.  Eydís er enn í 3. flokki þar sem hún hefur verið í lykilhlutverki jafnt í vörn sem sókn, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram. 
  • Ole Gustav Gjekstad þjálfari norska stórliðsins Vipers Kristiansand hefur ákveðið að stíga frá borði við lok keppnistímabilsins næsta vor. Undir stjórn Gjekstad hefur Vipers haft yfirburði í norsku úrvalsdeildinni en einnig unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð  „Mig langar bara að takast á við eitthvað nýtt, önnur er ástæðan ekki,“ er haft eftir Gjekstad á vef TV2 í Noregi í gær. Forráðamenn Vipers er þegar farnir að líta í kringum sig eftir þjálfara til að fylla í skarð Gjekstad. 
handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -