- Auglýsing -
- Brasilíski landsliðsmaðurinn Leonardo Dutra hefur tekið sitt hafurtask í Skopje og kvatt Vardar-liðið. Dutra hefur samið við Al Ahli Club í Sádi Arabíu. Dutra er þriðji leikmaðurinn sem hefur yfirgefið Vardar á síðustu mánuðum. Hinir eru Filip Taleski and Cuni Morales.
- Myndin að ofan er af væntanlegum samherjum hjá þýska handknattleiksliðinu MT Melsungen, t.v. er Dainis Kristopans sem er 215 sentimetrar en með honum er Erik Balenciaga. Hann er 168 sentimetrar. Aðeins vantar þrjá sentímetra upp á að hæðarmunurinn á þeim sé hálfur metri. Þeir gengu til liðs við Melsungen í sumar og mættu á dögunum til sinnar fyrstu æfingar hjá liðinu sem Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson hafa leikið með síðustu þrjú ár.
- Þýska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, varð fyrir áfalli á sunnudaginn þegar örvhenta skyttan frá THW Kiel, Henri Pabst, meiddist í ökkla í æfingaleik við íslenska landsliðið. Pabst, sem þykir mikið efni missir ekki aðeins af HM sem hefst í næsta mánuði heldur verður hann frá keppni í fyrstu leikjum Kiel á næstu leiktíð.
- Æfingar voru rétt hafnar hjá þýska liðinu Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, þegar markvörðurinn Daniel Rebmann meiddist og verður frá æfingum í sex vikur. Rebmann kom til félagsins í sumar frá Göppingen. Meiðsli markvarða liðsins setti einnig strik í reikninginn framan af síðasta keppnistímabili. Ofan á meiðsli Rebmann markvarðar er Tom Kiesler veikur og hefur verið á sjúkrahúsi af þeim sökum.
- Línumaðurinn Jonas Stüber var leystur undan samningi hjá Gummersbach eftir nokkurra ára veru. Stüber samdi í kjölfarið við ASV Hamm-Westfalen sem féll úr efstu deild í vor.
- Auglýsing -