- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elín Klara, Þorsteinn, Katrín, Helgi, Finnur, Birlehm,

ELín Klara Þorkelsdóttir landsliðskona og leikmaður Hauka. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Elín Klara Þorkelsdóttir handknattleikskona hjá Haukum og landsliðskona var í gær valin íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2023. Elín Klara er burðarás í liði Hauka og var í lok Íslandsmótsins í vor valin besti leikmaður Olísdeildar kvenna. Hún er markahæst í Olísdeildinni um þessar mundir. Elín Klara var í stóru hlutverki í U19 ára landsliðinu á EM í sumar. Hún átti sæti í A-landsliðinu sem valið var fyrir HM í nóvember en meiddist nokkrum dögum fyrir brottför og varð að draga sig úr hópnum af þeim sökum. 
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson og Katrín Helga Davíðsdóttir, leikmenn Olísdeildarliða Aftureldingar, voru í gær valin íþróttafólk Aftureldingar á uppskeruhátíð félagsins sem fram fór í Hlégarði
  • Línumaðurinn Helgi Hildarson Hoydal hefur verið kallaður inn sem 19. leikmaður í færeyska landsliðshópinn sem býr sig undir þátttöku í Evrópumótinu í næsta mánuði. Helgi leikur með norska úrvalsdeildarliðinu Kristiansand TopphåndboldPeter Krogh og Óli Mittún glíma báðir við meiðsli. 
  • Færeyska landsliðið kom saman til fyrstu æfingar í gær en það leikur 5. og 6. janúar tvo vináttuleiki við belgíska landsliðið í Þórshöfn. Eins og nærri má geta ríkir gríðarleg eftirvænting meðal Færeyinga vegna þátttökunnar á EM og ætla þeir í þúsundavís til Berlínar til þess að hvetja landslið sitt til dáða. Færeyingar verða í riðli með Norðmönnum, Pólverjum og Slóvenum. Fyrsti leikur Færeyinga verður 11. janúar við Slóveníu
  • Finnur Hansson hefur ásamt Flemming Raben tekið við þjálfun kvennaliðs Neistans í Þórshöfn í Færeyjum. Finnur var í sumar ráðinn þjálfari karlaliðs Team Klaksvik. Ekki kemur fram í tilkynningu Neistans hvort hann verður áfram þjálfari í Klakksvík samhliða starfinu hjá Neistanum. 
  • Þýska 1. deildarliðið Hannover-Burgdorf hefur samið við markvörðinn Joel Birlehm um að koma til liðsins næsta sumar. Birlehm leikur nú með Rhein-Neckar Löwen og hefur verið viðloðandi þýska landsliðið. Á móti kemur að Dario Quenstedt kveður Hannover-Burgdorf í lok keppnistímabilsins. Quenstedt hefur þá verið hjá félaginu í tvö ár en áður var hann um árabil markvörður THW KielHeiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -