- Auglýsing -
- Elmar Erlingsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar lið hans Nordhorn-Lingen hélt áfram á sigurbraut sinni í 2. deild þýska handknattleiksins í gærkvöld. Nordhorn lagði TSV Bayer Dormagen með eins marks mun á útivelli, 28:27.
- Nordhorn-Lingen hefur jafnt og þétt færst ofan í deildinni á síðustu vikum með hverjum sigrinum á fætur öðrum. Nú er svo komið að liðið situr í sjöunda sæti með 17 stig að loknum 17 leikjum.
- Keppni í 2. deild þýska handknattleiksins í karlaflokki liggur niðri fram til 7. febrúar vegna heimsmeistaramóts karla í handknattleik í næsta mánuði en nokkrir leikmenn úr liðum deildarinnar verða þátttakendur á HM.
- Systir Elmars, Sandra, lék með TuS Metzingen í tíu marka tapi á heimavelli fyrir meisturm síðustu ára, HB Ludwigsburg, 33:23, í 1. deild kvenna í gær í Þýskalandi. Sandra skoraði ekki úr tveimur markskotum en átti þrjár stoðsendingar. TuS Metzingen er í tíunda sæti af 12 liðum deildarinnar. Eftir tvö tapleiki í röð fyrir tveimur efstu liðum deildarinnar hlýtur TuS Metzingen að hefja stigasöfnun á næstu vikum undir stjórn nýs þjálfara.
- Andrea Jacobsen skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar þegar Blomberg-Lippe tapað fyrir Thüringer HC, 23:21, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Andrea var einnig með tvö sköpuð færi, vann eitt vítakast, stal boltanum einu sinni og náði einu frákasti.
- Díana Dögg Magnúsdóttir, sem einnig leikur með Blomberg–Lippe skoraði ekki mark í leiknum, átti eina stoðsendingu var með tvö sköpuð færi, vann eitt vítakast og stal boltanum einu sinni og náði einu frákasti.
- Blomberg-Lippe er í fjórða sæti deildarinnar en Thüringer HC er stigi fyrir ofan í þriðja sæti. Áfram verður haldið við kappleiki í deildinni á morgun, sunnudag. Blomberg-Lippe sækir HB Ludwigsburg heim á sama tíma og liðin í suðri, TuS Metzingen og Sport-Union Neckarsulm eigast við á heimavelli Metzingen.
Staðan í 1. deild kvenna í Þýskalandi:
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -