- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Elvar, Lauge, Lichtlein, Görbicz, Dibirov

Elvar Ásgeirsson landsliðsmaður og liðsmaður Ribe-Esbjerg í Danmörku. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans Nancy tapaði enn einum leiknum í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Að þessu sinni tapaði liðið fyrir Dunkerque, 31:27, á heimavelli.  Nancy vermir botnsæti deildarinnar með fimm stig eftir 23 leiki. Sjö umferðir eru eftir. Istres er næst neðst með átta stig og Saran er þar fyrir ofan með 10 stig. 
  • Fleiri danskar handknattleiksstjörnur hyggja á heimferð. Danskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær samkvæmt heimildum að Rasmus Lauge gangi til liðs við Bjerringbro/Silkeborg sumarið 2023. Lauge hefur síðustu ár leikið með Veszprém í Ungverjalandi og þar áður hjá Flensburg. Fyrr  í vikunni var greint frá því að markvörðurinn Niklas Landin gangi til liðs við Aalborg sumarið 2023. 
  • Hinn þrautreyndi handknattleiksmarkvörður Carsten Lichtlein verður markvarðaþjálfari MT Melsungen í sumar þegar leikmannasamningur hans við GWD Minden rennur út. Lichtlein er að ljúka sínu 22. tímabili í þýsku 1. deildinni. Ferillinn hófst með  TV Großwallstadt. Síðan hefur Lichtlein leikið með Lemgo, Gummersbach og Erlangen auk Minden síðustu tvö ár þar sem hann hefur einnig þjálfað yngri markverði félagsins. Lichtlein á að baki 220 landsleiki fyrir Þýskaland og varð m.a. Evrópumeistari með landsliðinu 2016. 
  • Ungverska goðsögnin Anita Görbicz hefur verið kjörin forseti ungverska stórliðsins Györ. Görbicz lék allan sinn feril með félaginu og er heiðursborgari í heimabæ sínum. Hún er markahæsti leikmaður Meistaradeildar kvenna. Görbicz lagði keppnisskóna á hilluna í vor eftir langa og sigursælan feril en hefur verið viðloðandi félagið og einnig ungverska landsliðið. 
  • Rússneski handknattleiksmaðurinn Timur Dibirov kveður RK Vardar Skopje í sumar eftir níu  ára dvöl hjá félaginu. Dibirov hefur átt frábæran feril með Vardarliðinu og m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í tvígang. Hann er einn þriggja leikmanna sem skorað hefur meira en 1.000 mörk í Meistaradeildinni. Hinir eru Kiril Lazarov og Nikola Karabatic.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -