- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Erlingur, Dagur, Aron, Dana, Harpa, Axel

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari Barein. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Erlingur Richardsson og liðsmenn landsliðs Sádi Arabíu eru úr leik á Asíumótinu í handknattleik karla og geta þar með afskrifað þann möguleika að Sádi Arabíu sendi landslið til leiks á heimsmeistaramót karla eftir ár. Sádar gerðu jafntefli við Íraka, 31:31, í gær í C-riðli Asíukeppninnar sem fram fer í Barein. Írakar og Japanir, undir stórn Dags Sigurðssonar, halda áfram í átta liða úrslit úr C-riðli.
  • Dagur og hans í menn í japanska landsliðinu unnu Indverja, 59:11, og hrepptu þar með efsta sæti riðilsins með 5 stig í þremur leikjum. Írak hlaut fjögur stig, Sádi Arabar þrjú og Indverjar ekkert.
  • Landslið Barein, sem Aron Kristjánsson þjálfar, vann allar þrjár viðureignir sínar í D-riðli er komið í átta liða úrslit. Barien lagði Sameinuðu arabísku furstadæmin í gær, 34:19. Ásamt Barein fer landslið Sameinuðu arabísku furstadæmanna í átta liða úrslit úr D-riðli. Kasakstan og Hong Kong sitja eftir.
  • Þótt ein umferð sé eftir í A og B-riðlum liggur fyrir að Katar og Kúveit halda áfram keppni úr A-riðli og Suður Kórea og Íran úr B-riðli. Riðlakeppninni lýkur í dag. Taka þá við átta liða úrslit.
  • Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði þrjú mörk þegar lið hennar, Volda, vann Nordstrand, 25:21, í næst efstu deild norska handboltans á sunnudaginn. Leikurinn fór fram í Volda. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 24 stig eftir 15 leiki, er fjórum stigum á eftir Haslum Bærum.
  • Hapa Rut Jónsdóttir skoraði tvisar vinnum þegar GC Amicitia Zürich vann góðan sigur á SPONO EAGLES, 28:24, á heimavelli þeirra síðarnefndu í svissnesku A-deildinni á sunnudaginn. GC Amicitia Zürich situr í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig eftir 11 leiki, fjórum stigum á eftir Brühl sem trónir á toppnum. SPONO hefur einnig 16 stig en hefur leikið tveimur leikjum fleira en Brühl.
  • Storhamar vann Vaci frá Ungverjalandi, 35:17, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik kvenna á sunnudaginn. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar sem unnið hefur tvo fyrstu leiki sína í keppninni.a
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -