- Auglýsing -
- Nokkuð hundruð íbúar Elverum í Noregi voru mættir á áhorefendapallana þegar leikmenn norska meistaraliðsins Elverum komu saman til fyrstu æfingar í gær að loknu sumarleyfi. Meðal leikmanna Elverum eru Orri Freyr Þorkelsson. Eftir því sem næst verður komist er það árlegur siður að bæjarbúar Elverum fjölmenni á fyrstu æfingu hvers árs.
- Leikmenn GC Amicitia Zürich í Sviss komu saman til fyrstu æfingar í gær að loknu sumarleyfi. Meðal þeirra var Ólafur Andrés Guðmundsson sem kom til félagsins í sumar frá Montpellier. Liðið fer í æfingabúðir í Schwaz/Tirol í Austurríki í næstu viku. Fyrsti opinberi leikur GC Amicitia Zürich verður gegn pólska liðinu Gornik Zabrze 27. eða 28. ágúst í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik.
- Daníel Freyr Andrésson markvörður mætti einnig á sína fyrstu æfingu í gær hjá danska úrvalsdeildarliðinu Lemvig-Thyborøn Håndbold í gær. Daníel Freyr gekk til liðs við félagið í sumar eftir veru hjá Guif í Eskilstuna í Svíþjóð. Væntanlega hefur verið heitt hjá Daníel Frey og félögum á æfingunni enda var einstaklega hlýtt í veðri í Danmörku í gær.
- Annar markvörður, Viktor Gísli Hallgrímsson, mætti einnig á sína fyrstu æfingu hjá nýju félaginu í gær, Nantes í Frakklandi.
- Ásdís Þóra Ágústsdóttir og félagar í sænska úrvalsdeildarliðinu Lugi frá Lundi mæta hollenska liðinu Westfriesland/SEW í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Leikirnir fara fram í byrjun október og verður fyrri leikurinn á heimavelli Lugi.
- Auglýsing -