- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gérard, Egyptar, úrslit í Færeyjum, dómarar frá Bosníu og fleira

Franski markvörðurinn Vincent Gerard. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Franski handknattleiksmarkvörðurinn Vincent Gérard hefur samið við Istres sem leikur í næst efstu deild franska handknattleiksins. Gérard var á dögunum leystur undan samningi hjá þýsku meisturunum THW Kiel eftir að hafa verið á sjúkralista síðan í ágúst, þá nýkominn til félagsins. Gérard náði ekki að leika einn keppnisleik með þýska liðinu
  • Gérard er 37 ára gamall og var um árabil aðalmarkvörður franska landsliðsins og á að baki 150 landsleiki. Hann hefur m.a. leikið með Montpellier og PSG. Einnig var hann í herbúðum Istres frá 2008 til 2010 og tók þátt í 52 leikjum. 
  • Egypskir dómarar verða gestadómarar í danska handknattleiknum í mars. Þeir munu dæma sjö leiki í úrvalsdeild kvenna og í næst efstu deild karla. Þetta er hluti af þróunarverkefni danska handknattleikssambandsins en áður hafa dómarar frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð tekið þátt í þessu verkefni. 
  • Leikið verður til úrslita í færeysku bikarkeppninni í handknattleik um helgina. Mikil handboltaveisla verður í Høllinni á Hálsi þar sem leikið verður til úrslita í yngri flokkum bikarkeppninn auk meistaraflokka karla og kvenna. Kyndill og Neistinn mætast í úrslitum í kvennaflokki en VÍF og Neistinn í karlaflokki. 
  • Ivo Bosnjak og Josip Maric frá Bosníu dæma leik FH og Tatran Presov í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Presov í Slóvakíu klukkan 17 í dag. Úkraínumaðurinn Viktor Konipliastyi verður eftirlitsmaður.
  • FH-ingar komu til Presov seint í fyrrakvöld. Þeir nýttu daginn í gær til æfinga og undirbúnings fyrir leikinn í dag. Síðari viðureignin verður í Tatran Handball Arena í Presov á laugardagskvöld og hefst klukkan 19.
  • Eftir því sem næst verður komist eru Valsmenn komnir til Sabac í Serbíu þar sem þeir mæta Metaloplastika annað kvöld klukkan 17.30. Leikurinn er sá síðari á milli liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla. Valur vann fyrri leikinn á heimavelli á sunnudaginn, 27:26.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -