- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gidsel, Yoon, Köster, meistarar í Færeyjum, Hedin

Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel er einn sá snjallasti í íþróttinni um þessar mundir. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danski handknattleiksmaðurinn Mathias Gidsel jafnaði á sunnudaginn metið í fjölda skoraðra marka á einu keppnistímabili þegar mörk úr vítaköstum hafa verið dregin frá. Gidsel hefur skorað 248 mörk til þessa, ekkert þeirra úr vítaköstum. Reyndar hefur hann ekki tekið eitt einasta vítakast sem er áhugavert þar sem Gidsel er markahæstur í deildinni bæði með og án marka úr vítaköstum. 
  • Gidsel jafnaði met Suður Kóreumannsins Kyung-Shin Yoon frá tímabilinu 2000/2001. Yoon skoraði það tímabil 327 mörk í deildinni, þar af voru 248 ekki skoruð úr vítaköstum. Gidsel hefur tækifæri til þess að bæta metið því hann á þrjá leiki eftir í deildinni með liði sínu. Füchse Berlin.
  • Gidsel er í öðru sæti yfir þá leikmenn deildarinnar sem hafa flestar stoðsendingar. Alls hefur Gidsel átt 118 stoðsendingar. Julian Köster leikmaður Gummersbach hefur verið afkastamestur við stoðsendingar og gefið 124.
  • H71 varð á dögunum færeyskur meistari í handknattleik karla. Liðið vann KÍF frá Kollafirði, 37:32, í úrslitaleik. H71 vann þrjá leiki í úrslitarimmunni en Kollafjarðaliðið einn. H71 hefur nú unnið meistaratitilinn þrjú ár í röð. 
  • Kyndill varð meistari í handknattleik kvenna í Færeyjum og batt enda á sigurgöngu H71 á síðustu árum. Kyndill lagði StÍF í úrslitum og hefur alls orðið átta sinnum meistari í kvennaflokki. 
  • Sænski handknattleiksþjálfarinn Robert Hedin lætur af störfum hjá norska úrvalsdeildarliðinu Fjellhammer í sumar eftir erfitt tímabil en liðinu rétt tókst að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeildinni. Eftir góðan árangur leiktíðina 2022/2023 þá tókst ekki að fylgja árangrinum eftir í vetur þótt talsvert væri lagt í sölurnar hjá félaginu. 
  • Aðstoðarþjálfari Hedin er enginn annar en Glenn Solberg landsliðsþjálfari Svíþjóðar í karlaflokki. Ekki kemur fram í tilkynningu Fjellhammer hvort Solberg verði áfram en hann má ekki vera aðalþjálfari samkvæmt samningi við sænska handknattleikssambandið. 
  • Hedin er einnig landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í handknattleik karla sem stefnir á þátttöku á heimsmeistaramótinu á næsta ári.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -