- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gísli, Ómar, Viggó, Ýmir, Teitur, Janus, Sigvaldi, Elvar, Ágúst, Arnar, Viktor

Ómar Ingi Magnússon er listamaður á handknattleiksvellinum. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur hjá Magdeburg þegar liðið vann Leipzig, 32:24, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk og átti fjórar stoðsendingar. Magnus Saugstrup og Kay Smits skoruðu einnig fimm mörk hvor fyrir Magdeburg. Ómar Ingi Magnússon skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar fyrir Magdeburgliðið.
  • Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir lið Leipzig sem er í 16. sæti af 18 með fjögur stig eftir níu leiki. Magdeburg er í fjórða sæti með 14 stig, er þremur stigum á eftir forystusauðunum í Füchse Berlin. Magdeburg á leik til góða. 
  • Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen elta Füchse Berlin eins og skugginn í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Rhein-Neckar Löwen vann Hannover-Burgdorf, 32:31, á heimavelli í gær eftir æsispennandi leik og er aðeins stigi á eftir Füchse Berlin sem er í efsta sæti eftir níu umferðir. 
  • Teitur Örn Einarsson lék með Flensburg í gær þegar liðið vann Wetzlar, 27:22, á útivelli í þýsku 1. deildinni. Selfyssingurinn skoraði ekki leiknum þrátt fyrir fjögur markskot. Hann átti eina stoðsendingu. Flensburg er í fimmta sæti deildarinnar.  Teitur og félagar fá Kristján Örn Kristjánsson, Donna, og samherja í franska liðinu PAUC í heimsókn annað kvöld í annarri umferð B-riðils Evrópudeildarinnar. Liðin eru í riðli með Íslandsmeisturum Vals sem leikur við Benidorm á Spáni á sama tíma. 
  • Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu þrjú mörk hvor þegar Kolstad vann Halden örugglega á útivelli í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 34:25. Janus Daði átti einnig fimm stoðsendingar. Kolstad er efst með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Runar er í öðru sæti með 10 stig að loknum sex leikjum. 
  • Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar Ribe-Esbjerg vann botnlið Midtjylland, 36:29, á heimavelli í níundu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær. Ágúst Elí Björgvinsson stóð um skeið á milli stanganna í marki Ribe-Esbjerg og varði þrjú skot, þar af var eitt vítakast, 25%. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Ribe-Esbjerg sem er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig. 
  • GOG vann Kolding í Kolding, 30:26, í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti deildarinnar. GOG er í öðru sæti með 16 stig, er stigi á eftir Aalborg sem trónir á toppnum. Kolding er fjórum stigum á eftir meisturum GOG. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot, 27%, þegar Nantes tapaði 35:31, fyrir Limoges á útivelli í frönsku 1. deildinni í gær.  PSG, Nantes og Montpellier eru í þremur efstu sætunum með 12 stig hvert eftir sjö umferðir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -