- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gómez, Karalek, Dujsjebaev, fyrsta sinn, tvö ár í röð

Aleix Gomez hornamaður Barcelona. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Aleix Gómez, hægri hornamaður Barcelona, var markahæsti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu sem fram fór í gær og í fyrradag í LanxessArena í Köln. Gómez skoraði 21 mark í leikjunum tveimur. Hann hefur tekið þátt í úrslitaleikjum þriggja síðustu ára og samanlagt skorað 29 mörk, þar af níu í gær þegar Barcelona vann Vive Kielce eftir framlengdan leik og vítakeppni. Gómez varð einnig markakóngur Meistaradeildarinnar með 104 mörk.
  • Artsem Karalek, leikmaður Vive Kielce, var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu. Eftir tapið í úrslitaleiknum í gær sagði Karalek að viðurkenningin væri engin sárabót að leikslokum. Aron Pálmarsson hefur tvisvar orðið fyrir valinu á mikilvægasta leikmanni úrslitahelgarinnar, 2014 og 2016. Í bæði skiptin var hann í tapliði úrslitaleiksins.
  • „Ég sagði þeim að ég væri stoltur af þeim og frammistöðu þeirra,“ svaraði Talant Dujsjebaev þjálfari Vive Kielce spurður hvað hafi verið það fyrsta sem hann sagði við leikmenn sína eftir tapið fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Lanxess-Arena í Köln í gær, 37:35. Vítakeppni þurfti til að knýja fram hrein úrslit.
  • Báðar viðureignirnar í úrslitum Meistaradeildar í gær lauk eftir vítakeppni með sömu markatölu, 37:35. Þetta er í fyrsta sinn síðan úrslitahelgi Meistaradeildarinnar var komið á 2010 sem úrslit beggja verðlaunaleikjanna eru knúin fram með vítakeppni.
  • Barcelona var fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð eftir að úrslitahelgi Meistaradeildarinnar var komið á vorið 2010. Um leið var þetta í ellefta sinn sem Barcelona vinnur keppnina og er félagið það sigursælasta í henni. Síðast vann Ciudad Real Meistaradeildina tvö ár ári röð, 2008 og 2009. Þá hafði úrslitahelgarfyrirkomulaginu ekki verið komið á.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -