- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gottfridsson, Sagosen, Ómar Ingi, Palicka, Ekberg, Lindskog, Entrerrios

Svíinn Jim Gottfridsson var kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildinnar á síðasta keppnistímabili. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson, sem leikur með Flensburg, var kjörinn besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar á nýliðnu keppnistímabili í kjöri sem fram fór á vefnum á heimasíðu deildarinnar. Gottfridsson fékk um þriðjung atkvæða. Hann skorað 177 mörk í 38 leikjum og átti hvorki fleiri né færri en 210 stoðsendingar. 
  • Annar í kjörinu varð Norðmaðinn Sandor Sagosen, liðsmaður Kiel, með ríflega 19% atkvæða. Sagosen átti frábært tímabil en Kiel varð þýskur meistari auk þess sem liðið vann Meistaradeild Evrópu í desember. Sagosen lék stórt hlutverk í báðum sigrum.
  • Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar og liðsmaður SC Magdeburg, hafnaði í þriðja sæti í kjörinu með 18,8% atkvæða og var aðeins 0,6 prósentustigum á eftir Sagosen.
  • Andreas Palicka, markvörður Rhein-Neckar Löwen varð fjórði, sænski hornamaðurinn hjá Kiel, Niclas Ekberg hafnaði í fimmta sæti. Marcel Schiller, Göppingen og Anton Lindskog, línumaður Wetzlar voru í sjötta og sjöunda sæti í kjörinu. 
  • Raul Entrerrios hefur verið ráðinn þjálfari U18 ára handknattleiksliðs Barcelona. Entrerrios  lék sinn síðasta leik með Barcelona í síðasta mánuði fertugur að aldri eftir langan og sigursælan ferli. Hann leikur sína síðustu landsleiki á ferlinum á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann er í 16 manna hópi sem valinn var í gær til þátttöku fyrir hönd Spánar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -