- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Grétar Ari, Ólafur Andrés, Tryggvi, Olsen, Roberts, Pólland

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður. Mynd/Ívar
- Auglýsing -
  • Grétar Ari Guðjónsson varði átta skot, 42%, þann tíma sem hann stóð í marki franska liðsins Sélestad í sigri á Limoges, 29:27, á heimavelli í gærkvöld í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Sélestad rekur áfram lestina í deildinni ásamt Istres. Hvort lið hefur níu stig þegar sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Chartres er næst fyrir ofan falllínuna með 13 stig eins og US Ivry. Alls verða leiknar 30 umferðir í deildinni svo nokkuð er enn í að öll kurl verði komin til grafar. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark og var einu sinni vísað af leikvelli þegar lið hans, GC Amicitia Zürich, tapaðir fyrir BSV Bern, 28:27, á heimavelli í fyrstu umferð átta liða úrslita úrslitakeppni svissnesku A-deildarinnar í handknattleik í gær. Næsti leikur liðanna verður í Bern á mánudaginn. Liðið sem fyrr vinnur þrisvar sinnum öðlast sæti í undanúrslitum.
  • Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark þegar lið hans Sävehof vann Guif, 45:27, í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum um sænska meistaratitilinn í gær. Leikurinn fór fram í Partille, heimavelli Sävehof. Liðin mætast öðru sinni í Eskilstuna á morgun. 
  • Ekkert verður af því að danski handknattleiksmaðurinn Morten Olsen gangi til liðs við TMS Ringsted í sumar eins og til stóð. Olsen, sem er 38 ára gamall, ætlaði að rifa seglin, leika í næst efstu deild og vera aðstoðarþjálfari Ringsted. Olsen hefur að margra mati sjaldan leikið betur en á yfirstandandi leiktíð. Þess vegna hefur það orðið að samkomulagi að Olsen leiki a.m.k. eitt tímabil til viðbótar með GOG. Til þess að koma þessu í kring hefur GOG keypt samning Olsen við Ringsted eftir að samkomulag náðist á milli félaganna með fullu samþykki Olsen. 
  • Jamina Roberts hefur verið valin handknattleikskona ársins í Svíþjóð annað árið í röð. Roberts er kjölfesta sænska landsliðsins sem m.a. hafnaði í fimmta sæti á EM í nóvember. Hún leikur um þessar mundir með Evrópu- og Noregsmeisturum Vipers Kristiansand.
  • Pólska landsliðið er komið langleiðina á HM í handknattleik kvenna eftir 14 marka sigur í landsliði Kósovó, 36:22, í fyrri leik liðanna í umspili fyrir HM. Leikurinn fór fram í Póllandi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -