- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: H71, Mittún, Apelgren, Axnér, Olsson, Petrov

Marknet í Laugardalshöll. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • H71 varð í gærkvöld færeyskur meistari í handknattleik karla eftir að hafa unnið VÍF frá Vestmanna, 25:21, í fjórðu viðureign liðanna. H71 er þar með meistari bæði í karla- og kvennaflokki á þessu ári. Karlalið H71 varð einnig bikarmeistari en varð í öðru sæti í deildarkeppninni. VÍF varð deildarmeistari. Þetta var sjöundi meistaratitill H71 í karlaflokki og sá fimmti á síðustu sex árum. 
  • Óstaðfestar fregnir í ungverska fréttmiðlinum Handballexpert segja frá því að færeyska ungstirnið Óli Mittún gangi til liðs við ungversku meistaranna Pick Szeged sumarið 2024. Þá tekur Michael Apelgren við þjálfun liðsins eins og félagið hefur staðfest. Handballexpert segir að Apelgren leggi þunga áherslu félagið semji við Mittún sem er aðeins 17 ára gamall og þykir eitt mesta efni í evrópskum handknattleik. Mittún gekk til liðs við Sävehof í Svíþjóð á síðasta ári en Apelgren er þjálfari liðsins. 
  • Tomas Axnér þjálfari sænska kvennalandsliðsins í handknattleik er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá danska liðinu Esbjerg. Til stendur að Jesper Jensen þjálfari Esbjerg hættir eftir ár og einbeita sér að þjálfun danska kvennalandsliðsins en hann hefur sinnt báðum störfum síðustu þrjú árin. Ekki liggur fyrir hvort Axnér hætti þjálfun sænska landsliðsins ef hann tekur við þjálfun Esbjerg. Forráðamenn danska liðsins hafa ekkert sagt um fregnirnar sem fyrst birtust fyrst á vef Aftonbladet í fyrrakvöld. 
  • Emma Olsson fyrrverandi leikmaður Fram skoraði sex mörk og varði fjögur skot í vörninni þegar lið hennar, Borussia Dortmund, vann Blomberg Lippe, 31:28, í þýsku 1. deildinni á heimavelli í gær. Dortmund er í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig, 12 stigum á eftir Bietigheim sem er efst með 47 stig eftir 24 leiki.  Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 
  • Gjorche Petrov sem sló KA/Þór úr keppni í Evrópubikarkeppni kvenna á síðasta vetri er á góðri leið með að vinna meistaratitilinn í Norður Makedóníu
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -