- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hafdís, Orri, Elvar, Ágúst, Vipers, Bergerud

Hafdís Renötudóttir markvörður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Hafdís Renötudóttir markvörður landsliðsins og Vals varð fyrir höfuðhöggi á dögunum og lék þar af leiðandi ekki með liðinu í gær gegn Haukum í undanúrslitum Poweradebikarnum né á móti KA/Þór um síðustu helgi í Olísdeildinni. Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals staðfesti í samtali við RÚV í gærkvöld að Hafdís hafi orðið fyrir högginu. Því miður hefur Hafdís  nokkrum sinnum orðið fyrir höfuðhöggum á æfingum og keppni á síðustu árum. 
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði þrjú mörk fyrir Sporting í gærkvöld þegar liðið vann stórsigur á Vitória FC, 41:16, á útivelli í næst síðasta leik 16. umferðar portúgölsku 1. deildarinnar í handknattleik. Eins og úrslitin benda til þá voru yfirburðir Sporting miklir í leiknum. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 22:8. Sporting er efst í deildinni með 48 stig eftir sextán leiki og er eina lið deildarinnar sem ekki hefur tapað stigi. Porto er þar á eftir og Benfica er í þriðja sæti. Hér er hægt að sjá stöðuna í deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks
  • Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk og átti fjórar stoðsendingar þegar Ribe-Esbjerg tapaði á heimavelli, 32:26, fyrir Bjerringbro/Silkeborg í 20. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Esbjerg. Ágúst Elí Björgvinsson var ekki í leikmannahópi Ribe-Esbjerg að þessu sinni vegna meiðsla. Þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaleik í lok janúar. 
  • Eins og kom fram í janúar, m.a. á handbolti.is þá er norska meistaraliðið og sigurvegari í Meistaradeild Evrópu síðustu þrjú ár, Vipers Kristiansand, í talsverðum fjárhagskröggum. Nú virðist hafa rofað til að einhverju leyti. Með aðstoð fjársterkra stuðningsaðila auk nokkurrar lækkunar launa hefur tekist að fjármagna rekstur liðsins út keppnistímabilið. 
  • Hækkun á fargjöldum, minni áhorfendatekjur og gjaldþrot og samdráttur hjá samstarfs fyrirtækjum hefur valdið erfiðleikum í rekstri Vipers Kristiansand sem um langt árabil hefur verið flaggskip félagsliða í norskum handknattleik kvenna. 
  • Norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud hefur fylgt í kjölfar Sander Sagosen og ætlar að halda áfram að leika með norska meistaraliðinu Kolstad þótt hann hafi orðið að taka á sig þriðjung lækkun launa eftir að upp komst að félagð væri í fjárhagskröggum á síðasta sumri. Nýr samningur Bergerud gildir fram á mitt næsta ár.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -