- Auglýsing -
- Hákon Daði Styrmisson var markahæstu hjá Eintracht Hagen með átta mörk í þriggja marka sigri á Tusem Essen í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Leikið var á heimavelli Hagen. Tvö marka sinna skoraði Eyjamaðurinn úr vítaköstum. Hagen er í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig eftir sex leiki, aðeins stigi á eftir Bietigheim sem er efst.
- Bjarki Már Elísson var markahæstur með átta mörk þegar ungverska meistaraliðið One Veszprém vann Budai Farkasok–Rév, 45:26, í ungversku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fjórði sigur Veszprém í deildinni. Liðið er taplaust.
- KÍF frá Kollafirði tapaði naumlega fyrir Neistanum, 28:27, í þriðja leik sínum undir stjórn Viktors Lekve í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Þórshöfn. Þetta var annað eins mark tapið í röð hjá KÍF en liðið hefur tvö stig eftir þrjár umferðir í úrvalsdeildinni í Færeyjum.
- Næsti leikur KÍF verður á heimavelli á sunnudaginn gegn StÍF frá Skála.
- Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði fimm mörk í stórsigur RK Alkaloid, 35:21, á MRK Kumanovo í sjöttu umferð úrvalsdeildarinnar í Norður Makedóníu. RK Alkaloid er efst ásamt Vardar með 10 stig. Vardar-liðið á leik til góða á Alkaloid.
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði þrisvar fyrir Fjellhammer í gær þegar liðið tapaði með átta marka mun fyrir Tertnes, 36:28, á heimavelli fyrir Tertnes í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Fjellhammer rekur lestina í deildinni með eitt stig að loknum fjórum leikjum. Fjellhammer kom upp í úrvalsdeildina í vor.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -