- Auglýsing -
- Haukur Þrastarson skoraði ekki fyrir Dinamo Búkarest í gær þegar liðið vann öruggan sigur á CSM Focșani, 32:22, á útivelli í rúmensku 1. deildinni í handknattleik. Dinamo hafði talsverða yfirburði í leiknum og var með yfirhöndina frá 13. mínútu og allt til leiksloka. Dinamo er eitt þriggja liða deildarinnar sem unnið hefur þrjá fyrstu leikina. CSM Focșani, sem mætti Haukum í Evrópubikarkeppninni fyrir fáeinum árum, er hinsvegar eitt þeirra liða sem eru stigalaust eftir þrjár umferðir.
- Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar við annan mann, vann Coburg á útivelli með eins marks mun, 25:24, í þýsku 2. deildinni í gær. Liðið hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Tjörvi Týr Gíslason leikmaður Bergischer HC fékk rautt spjald. Hann hafði ekki skoraði mark þegar rauða spjaldið fór á loft eftir 10 mínútur í síðari hálfleik.
- Guðmundur Þórður Guðmundsson og leikmenn hans í Fredericia HK unnu Skjern í hörkuleik á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær, 29:28. Um var að ræða fyrsta heimaleik Fredericia á leiktíðinni og um leið fyrsta sigurleikinn í deildinni. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark en Arnór Viðarsson ekkert. Örvhenta skyttan Anders Mattinusen fór mikinn í sókninni og skoraði 10 mörk. Thorsten Fries varði einnig afar vel í markinu eftir að hann leysti Sebastian Frandsen af. Frandsen náði sér ekki á strik, aldrei slíku vant.
- Bjarki Már Elísson og Yehia El-Deraa voru markahæstir hjá Veszprém með sex mörk hvor þegar liðið lagði Balatonfüredi KSE, 38:28, í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær. Eins og endranær í leikjum ungversku deildarinnar þá hafði Balatonfüredi Veszprém talsverða yfirburði og vann örugglega. Staðan í hálfleik var 15:12. Veszprém hefur unnið tvær fyrstu viðureignir sínar í deildinni í haust.
- Fredrikstad Bkl., sem Elías Már Halldórsson þjálfari rekur lestina án stiga í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Fredrikstad Bkl tapaði í gær fyrir Romerike Ravens, 24:22, á heimavelli í þriðju umferð deildarinnar.
- Auglýsing -