- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Elvar, Arnar Birkir, Sveinbjörn, Lilja, Ólafur Andrés, Rodriguez, nýr samningur

Haukur Þrastarson leikmaður Vive Kielce. Mynd/Vive Kielce
- Auglýsing -
  • Haukur Þrastarson skoraði tvö mörk fyrir Łomża Vive Kielce í gær þegar liðið vann Azoty Puławy, 41:26, í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sigvaldi Björn Guðjónsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla.  Łomża Vive Kielce er áfram efst með fullt hús stiga eftir 19 leiki. Wisla Plock er þremur stigum á eftir en Azoty Puławy er í þriðja sæti langt á eftir efstu liðunum tveimur. 
  • Elvar Ásgeirsson var næst markahæstur hjá Nancy í gær þegar liðið tapaði með tveggja marka mun, 29:27, fyrir Toulouse í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Nancy er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig að loknum 20 leikjum.
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar þegar lið hans EHV Aue tapaði fyrir Elbflorenz í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gær en leikið var í Dresden, heimavelli í Elbflorenz. Aue-liðið er komið niður í 19. sæti af 20 liðum deildarinnar með 15 stig eftir 25 leiki. Sveinbjörn Pétursson stóð hluta leiksins í marki EHV Aue og varði sjö skot, 26%.
  • Lilja Ágústsdóttir skorað tvö mörk fyrir Lugi þegar liðið tapaði illa fyrir Skuru IK, 36:19, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Sóknarleikur Lugi hrundi í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að liðið skoraði aðeins fimm mörk. Lugi situr í sjötta sæti en Skuru IK er efst. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Montpellier í gær þegar liðið vann Cesseon Rennes, 33:26, á heimavelli í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Montpellier er í fjórða sæti frönsku 1. deildarinnar. 
  • Chema Rodriguez hefur verið ráðinn þjálfari ungverska karlalandsliðsins í handknattleik. Rodriguez tekur við af Istvan Gulyas sem var látinn taka pokann sinn eftir að ungverska landsliðið náði ekki að komast í milliriðlakeppni Evrópumótsins í janúar. Ungverjar léku á heimavelli. Rodriguez samdi við ungverska handknattleikssambandið til tveggja ára. Hann verður áfram þjálfari Benfica í Portúgal samhliða starfi sínu með ungverska landsliðinu. 
  • Fyrsti leikur ungverska landsliðsins undir stjórn Rodriguez  verður gegn Alfreð Gíslasyni og þýska landsliðinu í Gummersbach á næsta laugardag. 
  • Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, og Sportfive hafa skrifað undir nýjan samning um sýningarrétt Sportfive á öllum mótum á vegum IHF til ársins 2031. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -