- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Sigvaldi, Grétar, Gunnar Ingi, Jeruzalem Ormoz, Kaddah, Kules

Haukur Þrastarson leikmaður Vive Kielce. Mynd/Vive Kielce
- Auglýsing -
  • Haukur Þrastarson skoraði átta mörk og Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú þegar Vive Kielce vann  Chrobry Glogow, 45:29, í pólsku 1. deildinni í gær. Kielce er með 15 stig að loknum fimm leikjum í deildinni og hefur að vanda nokkra yfirburði. 
  • Grétar Ari Guðjónsson varði sjö skot, þar af tvö vítaköst, þegar lið hans, Nice, gerði jafntefli við Besancon, 27:27, í frönsku 2. deildinni í handknattleik. Grétar Ari lék ekki í marki allan leikinn. Hlutfallsmarkvarsla hans var 26%. Félagi hans Romain Quatrevaux stóð hluta leiksins í markinu en náði sér ekki á strik og varði t.d. ekki skot. Nice er í sjöunda sæti af 16 liðum deildairnnar með fimm stig eftir fimm leiki. 
  • Gunnar Ingi Hákonarson, sem er aðeins 15 ára gamall, skrifaði nýverið undir samning við Hörð á Ísafirði. Gunnar Ingi er einn efnilegra drengja sem komið hafa upp úr þróttmiklu starfi yngri flokka Harðar á síðustu árum. Hann átti að vera í leikmannahópi Harðar í leiknum við Selfoss U í Grill66-deildinni í gærkvöldi. 
  • Jeruzalem Ormoz, mótherjar Selfoss í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla síðar í þessum mánuði, unnu sinn fyrsta leik í efstu deild í Slóveníu í gær er það lagði lið höfuðborgarinnar, Ljubljana, 27:26, á útivelli. Jeruzalem Ormoz tapaði fjórum fyrstu viðureignum sínum og lyfti sér upp í 10. sæti af 14 liðum með sigrinum. 
  • Egyptinn Hassan Kaddah hefur skrifað undir fjögurra ára samning við pólska meistaraliðið Vive Kielce frá og með sumrinu 2023. Kaddah leikur nú með Zamalek SC í heimalandi sínu. Hann er 21 árs gamall og þykir mikið efni og var m.a. í sigurliði Egypta á HM 19 ára landsliða fyrir tveimur árum. Kaddah er 205 sentímetrar á hæð og er rétthent skytta sem lék með landsliði Egypta á HM í ár og á Ólympíuleikunum í sumar.
  • Hvít-Rússinn Uladzislau Kules yfirgefur Vive Kielce eftir timabilið sem nú stendur yfir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -