- Auglýsing -
- Haukur Þrastarson og nýir samherjar hans í rúmenska meistaraliðinu Dinamo Búkarest unnu CSM Constanta, 27:21, í undanúrslitum meistarakeppni rúmenska handknattleiksins í gær. Dinamo leikur til úrslita við Minaur Baia Mare í dag. Baia Mare lagði Potaissa Turda í hinni viðureign undanúrslita, 29:28. Ekki reyndist unnt að finna tölfræði úr leik Dinamo Búkarest né upplýsingar um þátttöku Hauks en hann hefur leikið talsvert með liðinu í æfingaleikjum síðustu vikur.
- Vilborg Pétursdóttir skoraði fimm mörk fyrir AIK í fimm marka tapi liðsins á heimavelli fyrir Kungälvs HK, 31:25, í annarri umferð í riðlakeppni sænsku bikarkeppninnar í handknattleik í gær. Staðan var 17:17 þegar fyrri hálfleikur var að baki. Úrvalsdeildarlið Kungälvs HK var sterkara í síðari hálfleik. AIK hefur unnið einn leik og tapað öðrum í riðlakeppni bikarkeppninnar til þessa. Kungälvs HK er með tvo vinninga.
- Skara HF, er í riðli með Kungälvs HK og AIK, vann Torslanda á heimavelli, 33:23. Aldís Ásta Heimisdóttir var ekki í leikmannahópi Skara HF í leiknum.
- Dagur Sverrir Kristjánsson og Ólafur Andrés Guðmundsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir HK Karlskrona þegar liðið tapaði fyrir Vinslövs, 35:28, á heimavelli í fyrsta leik liðsins í fjórða riðli á fyrsta stigi sænsku bikarkeppninnar í gær. Þorgils Jón Svölu Baldursson og Phil Döhler voru ekki í leikmannahópi HK Karlskrona.
- Dagur Gautason var markahæstur ásamt Sondre Gjerdalen með sjö mörk þegar ØIF Arendal vann Grenland Topphåndballklubb, 38:27, á upphafsstigum norsku bikarkeppninnar í gær. Leikurinn fór fram í Skienshallen, heimavelli Grenland.
- Bjarki Már Elísson skoraði fimm mörk fyrir Veszprém í gær í níu marka sigri á Füchse Berlin, 41:32, á æfingamóti í Ungverjalandi í gær. Veszprém mætir THW Kiel í úrslitaleik í dag. Kiel lagði Nantes með eins marks mun í hinni viðureign mótsins í gær, 32:31.
- Auglýsing -