- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: HM20, Anna, Ethel, Jóhann, Vukcevic, Katrín, Inga, Elín, Ágúst, spjöld

Leikmenn íslenska landsliðsins í æfingasal hótels síns í Skopje. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -
  • Anna Karólína Ingadóttir annar markvörður U20 ára landsliðsins í handknattleik kvenna er með besta hlutfallsmarkvörslu markvarða á HM sem stendur yfir í Skopje í Norður Makedóníu. Hún hefur varið 50% skota sem á mark hennar hefur komið í leikjum mótsins til þessa, 18 af 36. Þar af hefur Anna Karólína varið fjögur vítaköst. Ungverska stúlkan Réka Lakatos er jöfn Önnu Karólínu.
  • Ethel Gyða Bjarnasen, hinn markvörður íslenska landsliðsins, hefur einnig staðið sig mjög vel á HM. Hún er með hlutfallsmarkvörslu upp á 34,4% eftir riðlakeppnina, 20 skot af 58. Markverðir hafa því sannarlega staðið fyrir sínu ásamt markvarðaþjálfara landsliðsins, Jóhanni Inga Guðmundssyni.
  • Svartfellingurinn Jelena Vukcevic er markahæst á HM með 30 mörk í þremur leikjum. Vukcevic verður í svartfellska liðinu sem mætir íslenska landsliðinu í fyrri leiknum í milliriðli fjögur í 16-liða úrslitum á morgun, mánudag.
  • Markaskor hefur dreifst afar vel á milli leikmanna íslenska landsliðsins á HM. Katrín Anna Ásmundsdóttir hefur skoraði flest mörk, 13, í 15 skotum, 87% nýting. Næstar á eftir eru Elín Klara Þorkelsdóttir og Inga Dís Jóhannsdóttir með 11 mörk hvor.
  • Leikmönnum íslenska landsliðsins hefur átta sinnum verið vikið af leikvelli í tvær mínútur á HM og eru á sama báti í þeim efnum og landslið Írans, Danmerkur, Rúmeníu, Spánar og Tékklands. Liðsmönnum landsliða Japan, Suður Kóreu og Svíþjóðar hefur sjaldnast verið vikið af leikvelli. Svíar hafa fjórum sinnum farið í kælingu en Asíuþjóðirnar tvær í fimm skipti hvor.
Ágúst Þór þjálfari með taktíktöfluna góðu að segja leikmönnum til. Mynd/HSÍ
  • Athygli vekur að dómarar mótsins hafa verið sparir á gulu spjöldin og hefur íslenska liðið aðeins fengið eitt gult spjald. Spjaldið fékk Ágúst Þór Jóhannsson snemma leiks gegn Norður Makedóníu á föstudag þegar hann þótti hafa óþarflega mikil afskipti af dómgæslu.
  • Gul spjöld eru oft gefin sem viðvörun áður en vikið er af leikvelli en svo virðist þegar tölfræði HM er skoðuð að gulu spjöldin séu meira og minna dottin úr umferð.

HMU20 kvenna: Milliriðlar, leikir, úrslit og staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -