- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Jallouz leikur á ný, þjálfari fær ekki samning og Evrópudeildin

Wael Jallouz t.v. hefur ákveðið að taka upp þráðinn á ný á handboltavellinum. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Túnisbúinn Wael Jallouz hefur ákveðið að taka fram skóna og hefur samið við AS Hammamet í heimalandi sínu til eins árs. Jallouz ákvað í sumar að leggja skóna á hilluna eftir að hafa barist lengi við erfið meiðsli á sérstökum ferli hjá tveimur af bestu félagsliðum Evrópu.
  • Hann fór ungur til Kiel en náði ekki að festa sig í sessi. Hann var lánaður frá félaginu um skeið. Þegar samningur Jallouz við Kiel rann út gekk hann til liðs við Barcelona. Þar settu meiðsli strik í reikninginn. Hann gafst hálf partinn upp eftir síðasta tímabil og ákvað að hætta í handbolta, aðeins 29 ára gamal. Jallouz hefur endurskoðað ákvörðun sína og nær sér vonandi á strik með AS Hammamet í Túnisborg. 
  • Peter Bredsdorff-Larsen heldur ekki áfram sem þjálfari danska karlaliðsins Bjerringbro/Silkeborg þegar samningur hans við félagið rennur út eftir núverandi keppnistímabil. Þetta hefur TV2 í Danmörku samkvæmt heimildum. Bredsdorff-Larsen er nú á sínu sjöunda keppnistímabili með liðið en undir hans stjórn hefur Bjerringbro/Silkeborg orðið danskur meistari einu sinni, einu sinni hreppt silfur og þrisvar hlotið bronsverðlaun. 
  • Íslenskir handknattleiksmenn verða í eldlínunni í kvöld í Evrópudeildinni í handknattleik karla þegar fjórir leikir verða á dagskrá af 12 sem fyrirhugaðir voru. Átta leikjum hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður, og félagar í GOG fá Pelister frá Norður-Makedóníu í heimsókn á Fjón og þá eiga Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson og félagar í IFK Kristianstad von á leikmönnum Dinamo Búkarest í heimsókn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -