- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Janus, Þorsteinn, Katrín, Janc, Jensen, Kasahara, Dagur

Janus Daði Smárason er í liði 19. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Mynd/IHF
- Auglýsing -
  • Janus Daði Smárason leikmaður SC Magdeburg er í liði 19. umferðar þýsku 1. deildarinnar í handknattleik en síðustu leikjum umferðarinnar lauk á laugardaginn. Janus Daði skoraði tvö mörk og átti sex stoðsendingar í viðureign Magdeburg og Göppingen, 31:27, á föstudaginn GETEC Arena í Magdeburg. Það var jafnframt síðasti leikur liðsins í bili því hlé hefur verið gert á keppni í þýsku 1. deildinni þangað til í byrjun febrúar með einni undantekningu, Gummersbach og Kiel eigast við 31. janúar. 
  • Þorsteinn Leó Gunnarsson og Katrín Helga Davíðsdóttir eru handknattleiksfólk ársins hjá Aftureldingu. Þau koma þar með til greina sem íþróttamenn Aftureldingar en upplýst verður um val félagsins á íþróttafólki sínu á morgun, miðvikudag, í félagsheimilinu Hlégarði. 
  • Ein skærasta stjarna landsliðs Slóvena, Blaz Janc, verður að öllum líkindum ekki með landsliðinu á EM í næsta mánuði. Hann er meiddur í baki, eftir því sem fram kemur í fjölmiðlum í Slóveníu. Slóvenar verða í D-riðli á EM ásamt Færeyingum, Norðmönnum og Pólverjum. Leikið verður í Berlín
  • Danski handknattleiksmarkvörðurinn Mike Jensen sem varð Evrópumeistari með Magdeburg í vor en kvaddi félagið í kjölfarð og gerðist leikmaður Benfica er sagður söðla um á nýjan leik næsta sumar. Jensen mun vera undir smásjá Telekom Veszprém og eiga að taka við af Ignacio Biosca sem róa mun á önnur mið. 
  • Kenya Kasahara leikmaður Harðar á Ísafirði er á meðal þeirra leikmanna sem Dagur Sigurðsson þjálfari japanska landsliðsins valdi í hóp sinn sem mætir Evrópumeisturum Svíþjóðar í tveimur vináttuleikjum 5. og 7. janúar. Leikirnir eru liður í undirbúningi japanska landsliðsins fyrir Asíumótið sem hefst síðar í janúar en á mótinu verður barist um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer eftir ár í Danmörku, Króatíu og Noregi
  • Eins og mörgum er e.t.v. í fersku minni tryggði japanska landsliðið sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum á næsta sumri með vasklegri framgöngu í undankeppni sem haldin var í Doha í Katar í byrjun vetrar. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -