- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Jón, Alexander, Wolff, Elías, veikindi, Danir, þrjú sæti á HM

Jón Þórarinn Þorsteinsson markvörður á Selfossi. Mynd/Selfoss
- Auglýsing -
  • Markvörðurinn efnilegi, Jón Þórarinn Þorsteinsson, hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við handknattleiksdeild Selfoss. Jón Þórarinn var U21 árs landsliði Íslands sem hafnaði í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Grikklandi og í Þýskalandi á síðasta sumri. Hann hefur verið einn markvarða Selfoss-liðsins í Olísdeildinni undanfarin tvö ár og einnig staðið vaktina í ungmennaliði Selfoss. 
  • Í morgunsárið bárust þau tíðindi frá Selfossi að annar markvörður, Alexander Hrafnkelsson, hafi einnig framlengt samning sinn við félagið ársins 2025. 
  • Annar markvörður, Andreas Wolff, lék sinn 150. landsleik fyrir Þýskaland í fyrrakvöld gegn Austurríki á Evrópumótinu í handknattleik. Wolff stóð fyrir sínu í leiknum. Hlutfallsmarkvarsla Wolff í leikjunum 150 er 38%.
  • Elías Már Halldórsson fagnaði sigri með liði sínu, Fredrikstad Bkl. í gær í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna gegn Molde, 30:25, á heimavelli. Fredrikstad Bkl er í 5. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki en staðan er jöfn í efri hlutanum auk þess sem liðin hafa leikið mismargra leiki. Stöðuna er m.a. að finna hér.
  • Þýskir fjölmiðlar segja frá því í morgun að flensa hafi herjað á þýska landsliðið í handknattleik karla síðustu daga. Liðið stendur í eldlínunni á Evrópumótinu í handknattleik og mætir Ungverjalandi í síðasta leik kvöldsins í Lanxess Arena.
  • Eftir sigur danska landsliðsins á norska landsliðinu á Evrópumótinu í gær hafa Danir leikið sextán leiki í röð án taps á stórmótum í handknattleik. Síðast töpuðu Danir á stórmóti fyrir Spánverjum í undanúrslitum á EM 2022.
  • Brasilíska landsliðið vann Suður Ameríkukeppnina í handknattleik karla sem lauk á laugardagskvöld. Argentína hafnaði í öðru sæti eftir tap fyrir Brasilíu, 28:26, í úrslitaleik. Chile hlaut þriðja sætið. Landslið landanna þriggja hafa tryggt sér sæti á HM karla á næsta ári en mótið fer fram Danmörku, Króatíu og Noregi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -