- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Kristinn, EM 18 ára, Haraldur Bolli, opna norðlenska

Kristinn Guðmundsson þjálfari U18 ára landsliðs Færeyja t.h. ræðir við Patrek Jóhannesson annan þjálfara U18 ára landsliðs Íslands. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -
  • Kristinn Guðmundsson, sem m.a. var annar þjálfara HK þegar liðið varð Íslandsmeistari í handknattleik karla vorið 2012, er þjálfari U18 ára landsliðs Færeyinga sem tekur þessa dagana þátt í Evrópumótinu í karlaflokki í Podgorica í Svartfjallalandi. Kristinn hefur þjálfað í Færeyjum síðustu þrjú ár. Hann framlengdi nýverið samning sinn hjá EB Eiði. Einnig hefur Kristinn komið að þjálfun yngri landsliða kvenna í Færeyjum á síðustu árum. 
  • Færeyska landsliðið mætir ítalska landsliðinu á Evrópumótinu í dag. Með sigri í leiknum tryggja Færeyingar sér sæti í keppni um sæti níu til sextán á mótinu. 
  • Íslenska landsliðið á Evrópumótinu U18 ára karla leikur við Svartfellinga í dag. Flautað verður til leiks klukkan 15. Textalýsing verður á handbolti.is. Riðlakeppni EM lýkur í dag. Á mánudaginn hefst næsta stig mótsins þegar leikið verður í tveimur riðlum átta liða úrslita, öðrum tveimur um sæti níu til sextán og loks í tveimur riðlum um sæti sautján til 24. Íslenska liðið leikur um átta efstu sæti mótsin.

    EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni
  • Haraldur Bolli Heimisson hefur verið settur í embætti liðsstjóra meistaraflokks karla KA í handknattleik. 
  • KA og HK mætast í úrslitaleik Opna Norðlenska mótsins  í handknattleik karla í dag kl. 14.30. Þar áður mætast Þór og Selfoss í bronsleiknum kl. 12. Þar af leiðandi lítur út fyrir að HK hafi unnið Selfoss í viðureign liðanna á mótinu í gær. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -