- Auglýsing -
- Ungverski miðjumaðurinn Gabor Csaszar sem undanfarin ár hefur leikið með Kadetten Schaffhausen yfirgefur félagið við lok þessarar leiktíðar. Csaszar, sem er 36 ára gamall, hefur skrifað undir þriggja ára samning við GC Amicitia Zürich. Hann kom til Kadetten fyrir fimm árum. Aðalsteinn Eyjólfsson tók við þjálfun Kadetten í sumar en liðið er efst í svissnesku úrvalsdeildinni um þessar mundir.
- Arnar Gunnarsson og lærisveinar hans í Neistanum mæta VÍF annað kvöld í færeysku deildinni í handknattleik í Höllinni á Hálsi. Fyrri leikur liðanna í haust var strikaður út eftir að nokkur reikistefna hefur staðið síðustu vikur um réttmæti eins marks sem sett var á Neista-liðið í leiknum vegna mistaka á ritaraborði.
- Eins og kom fram á handbolta.is á sunnudaginn var það niðurstaða áfrýjunardómstóls færeyska handknattleikssambandsins að úrslitin skyldu felld niður og leikið yrði á ný. Mótanefnd ákvað í gær að leikurinn fari fram á miðvikudagskvöldið næsta klukkan 20. Leikurinn sem strikaður var út lauk með jafntefli, 35:35.
- Auglýsing -