- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Landin, Geir, Bitter, loksins ársþing

Niklas Landin markvörður Aalborg Håndbold og danska landsliðsins. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Niklas Landin verður annar fánaberi danska keppnisliðsins við setningarathöfnina á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það væri e.t.v. ekki í frásögur færandi ef hann væri ekki fyrsti danski handknattleiksmaðurinn í sögunni sem hlotnast sá heiður að vera fánaberi við setningarathöfn Ólympíuleika. Hinn fánaberi Dana á setningarathöfninni verður siglingakonan Anne-Marie Rindom.
  • Geir Hallsteinsson var fyrsti íslenski handknattleiksmaðurinn sem var fánaberi við setningu Ólympíuleika. Geir var fánaberi á leikunum í München 1972. 
  • Hinn þrautreyndi markvörður Johannes Bitter ætlar að vera með HSV Hamburg á næsta keppnistímabili og uppfylla þar með samning sinn. Bitter er 41 árs gamall en vangaveltur voru uppi um að hann myndi e.t.v. rifa seglin eftir. Hann er einn fárra leikmanna úr heimsmeistaraliði Þýskalands frá 2007 sem enn er í fullu fjöri á handboltavellinum.
  • Ársþing HSÍ verður haldið síðdegis í dag í Laugardal en þinginu hefur tvisvar sinnum verið frestað af ýmsum ástæðum. Skráning þingfulltrúa hefst kl.15. Þingsetning verður klukkustund síðar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -