- Auglýsing -
- Kiril Lazarov, Filip Mirkulovski og Stojance Stoilov léku sína síðustu landsleiki fyrir Norður Makedóníu í Boris Trajkovski-íþróttahöllinni í Skopje í gærkvöld. Þeir hafa verið kjölfestan í landsliði Norður Makedóníu um árabil og samvinna Lazarovs og Stoilov línumanns hefur verið rómuð og reynst mörgum erfið. Lazarov einbeitir sér að starfi landsliðsþjálfara um leið og hann lýkur leikmannaferlinum hjá Nantes í Frakklandi í sumar. Norður Makedóníumenn unnu leikinn sem nægði þeim til þess að tryggja farseðilinn á HM á næsta ári. Tékkar sitja eftir með sárt ennið. Jafntefli var í fyrri viðureigninni.
- Meðan ríki og borg hér á landi draga lappirnar við byggingu á þjóðarleikvöngum fyrir landslið Íslands eru borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn að velta fyrir sér að kasta sér í slaginn um að halda Ólympíuleikana sumarið 2036.
- Aston Palicka, sem sló í gegn eftir Evrópumeistaramótið í handknattleik í janúar þegar hann sagði í samtali við sænska sjónvarpið að danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin væri betri markvörður en faðir hans, Andreas Palicka, hitti átrúnargoð sitt og danska markvörðinn eftir vináttulandsleik Dana og Svía í Malmö á laugardaginn. Aston sem er átta ára var kallaður fram á keppnisgólfið eftir leikinn, fékk mynd af sér með Landin þegar þeir héldu saman á rauðri markvarðatreyju danska landsliðsins merktri Palicka með númerinu 12 á bakinu, sama númer og Andreas leikur í með sænska landsliðinu.
Sågningarna här från Palickas son Aston pic.twitter.com/xz7vczgJPQ
— Milad Akbarzadeh (@milleakbarzadeh) January 31, 2022
- Auglýsing -