- Auglýsing -

Molakaffi: Lena, Aldís, Blær, Khairy, Madsen, Truchanovicius

- Auglýsing -
  • Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði fjögur mörk og Aldís Ásta Heimisdóttir þrjú þegar sænska meistaraliðið Skara HF sem þær leika með tapaði fyrir danska úrvalsdeildarliðinu Viborg, 35:25, á æfingamóti í Skövde í gær. Skara var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15, en hélt ekki út í síðari hálfleik.
  • Um var að ræða fyrsta leik Lenu Margrétar með Skara en hún kom til félagsins í sumar frá Fram.
  • Skara HF mætir liði Skövde í annarri umferð mótsins í kvöld.
  • Blær Hinriksson var markahæstur hjá Leipzig með 9 mörk þegar liðið vann MT Melsungen, 32:30, á æfingamóti í gær. Blær og félagar mæta Wetzlar í kvöld á mótinu sem nefnist Erima Linden-Cup.
  • Torsótt reyndist að afla upplýsinga um þátttöku Arnars Freys Arnarssonar og Reynis Þórs Stefánsson leikmanna MT Melsungen.
  • Þýska handknattleiksliðið Hannover-Burgdorf hefur samið við egypska landsliðsmanninn Ahmed Khairy til eins árs. Akureyringurinn Heiðmar Felixson hefur verið aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf undanfarin fjögur ár. 
  • Litáíski handknattleiksmaðurinn Jonas Truchanovicius hefur samið við Stuttgart til eins árs til viðbótar. Truchanovicius, sem er 32 ára gamall, kom til Stuttgart í febrúar 2023 frá HC Motor. Síðan hefur hann aðeins leikið 18 sinnum með félaginu. Tvenn krossbandaslit á tveimur hálfu ári hafa sett stórt strik í reikninginn. Þrátt fyrir það segir Jürgen Schweikardt framkvæmdastjóri ekki hafa hikað við að bjóða Litáanum nýjan samning. Kappinn hafi sjaldan verið í betra formi. 
  • Óttast er að danski landsliðsmaðurinn Emil Madsen hafi meiðst illa í æfingaleik THW Kiel og Slovan Ljubljana í Graz í Austurríki í gær. Filip Jícha þjálfari Kiel sagði að meiðsli Madsen hafi skyggt á leikinn sem Kiel vann, 33:32. Síðar í dag skýrist væntanlega hversu alvarleg meiðsli Madsen eru.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -