- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lilja, Viktor, Arnór, Ýmir, Viggó, Janus, Sigvaldi Örn, Óskar, Viktor, Tryggvi, Ólafur

Elín Klara Þorkelsdóttir og Lilja Ágústsdóttir t.h. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Lilja Ágústsdóttir skoraði sitt fyrsta mark með A-landsliðinu í gær í síðari sigurleiknum á Ísrael í forkeppni HM á Ásvöllum, 33:24. Lilja lék sinn fyrsta A-landsleik í Færeyjum fyrir rúmri viku eins og stalla hennar úr U18 ára landsliðinu frá HM í sumar, Elín Klara Þorkelsdóttir.  Báðar hafa leikið fjóra A-landsleiki. Elín Klara skoraði fyrsta A-landsliðsmark sitt á heimavelli í leiknum í gær en hún hafði áður skorað í öðrum leiknum við Færeyinga. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes unnu Créteil með 13 marka mun, 38:25, í áttundu umferð frönsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í gær. Eftir marga góða leik upp á síðkastið þá kom Viktor Gísli og varði 12 skot í leiknum, þar af eitt vítakast, 35%. PSG Nantes, og Montpellier eru efst og jöfn í deildinni með 14 stig hvert eftir átta umferðir. 
  • Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer HC unnu Wetzlar á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær, 24:23. Arnór Þór skoraði ekki mark í leiknum. Bergischer situr í 13. sæti með sex stig eftir 10 leiki. 
  • Ýmir Örn Gíslason og liðsmenn Rhein-Neckar Löwen töpuðu óvænt fyrir HSV Hamburg, 40:37, í Hamborg í gær. Rhein-Neckar Löwen er í öðru sæti með 16 stig eftir 10 leiki. 
  • Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar þegar Leipzig tapaði naumlega á heimavelli fyrir Göppingen, 26:25. Leipzig er 16. og þriðja neðsta sæti með fjögur stig. 
  • Annars bar það helst til tíðinda í þýsku 1. deildinni í gær að GWD Minden vann sinn fyrsta leik á tímabilinu. Minden vann efsta lið deildarinnar, Füchse Berlin, 32:27,  á heimavelli. Berlínarliðið er efst engu að síður með 17 stig eftir 10 leiki en þetta var fyrsta tap liðsins. Á laugardaginn gerði Lemgo sér lítið fyrir og vann Kiel í Kiel, 33:32. Lemgoliðið hefur verið slakt á tímabilinu en þó tekist að vinna bæði Kiel og Flensburg
  • Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og átti sex stoðsendingar í níu marka sigri Kolstad á Haslum, 34:25, á útivelli í áttundu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í gær. Sigvaldi Björn Guðjónsson hafði hægt um sig í leiknum og skoraði m.a. ekki. Kolstad er efst í deildinni sem fyrr með 16 stig eftir leikina átta. 
  • Örn Vésteinsson Östenberg skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Haslum-liðiðsem er neðst með tvö stig. 
  • Rólegt var á vaktinni hjá Óskari Ólafssyni og Viktori Petersen Norberg í stórsigri Drammen á Sandnes  á útivelli, 44:27. Hvorugur þeirra skoraði mark fyrir Drammen en slíkt er óvenjulegt.  Drammen er í öðru sæti með 12 stig eftir níu leiki. 
  • Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Sävehof í níu mark sigri liðsins á Önnereds, 39:30, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Sävehof er í öðru sæti deildarinnar. 
  • Ólafur Andrés Guðmundsson heldur áfram að fara á kostum með GC Amicitia Zürich í svissnesku 1. deildinni í handknattleik. Ólafur Andrés skoraði níu mörk í gær þegar GC Amicitia Zürich tapaði á útivelli fyrir HSC Suhr Aarau, 33:28.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -