- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lindberg, Quenstedt, Kühn, Bergischer leggur ekki árar í bát

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Danski handknattleiksmaðurinn Hans Lindberg lék sinn síðasta leik í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn í lokaumferð deildinnar. Um var að ræða hans 500. leik í deildinni á 17 árum, fyrst með HSV Hamburg og síðar Füchse Berlin frá 2016. Lindberg er einn 19 leikmanna sem leikið hefur 500 leiki eða fleiri í deildinni. Alexander Petersson er eini Íslendingurinn sem leikið hefur fleiri 500 leiki í þýsku 1. deildinni. Hann hefur tekið þátt í 522 leikjum. 
  • Lindberg sem markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá upphafi með 3.115 mörk. Hann flytur heim til Danmerkur í sumar og ætlar að leika með uppeldisfélagi sínu, HØJ Elite, í næst efstu deild danska handknattleiksins á næstu leiktíð. Lindberg er 42 ára.
  • Þýski handknattleiksmarkvörðurinn Dario Quenstedt hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna góðu. Síðast lék Quenstedt með Hannover-Burgdorf, en hann var lengst af með uppeldisfélagi sínu, SC Magdeburg frá 2007 til 2011 og aftur frá 2013 til 2019. Einnig var Quenstedt markvörður hjá THW Kiel og N-Lübbecke. Quenstedt verður 35 ára síðar á árinu. Hann tók þátt í 12 landsleikjum. 
  • Handknattleiksmaðurinn Julius Kühn hefur leikið sinn síðasta leik fyrir MT Melsungen. Honum stendur ekki til boða nýr samningur við félagið eftir sjö ára dvöl. Óvíst er hvað tekur við hjá Kühn sem lék um árabil með þýska landsliðinu og var m.a. í landsliðinu sem vann EM 2016. Kühn er 31 árs gamall. 
  • Stjórnendur þýska handknattleiksliðsins Bergischer HC eru alls ekki sáttir við að HSV Hamburg hafi fengið keppnisleyfi í þýsku 1. deildinni þrátt fyrir að hafa verið synjað um leyfið fyrir nokkrum vikum vegna ófullnægjandi upplýsinga um fjárhagsstöðu félagsins og hvernig það ætlar að ná endum saman á næsta keppnistímabili. Eins og handbolti.is sagði frá í gær vann HSV mál sitt fyrir áfrýjunardómstól fyrir helgina, reyndar með ströngum skilyrðum.
  • Bergischer HC féll úr 1. deild á sunnudaginn eftir að hafa hafnað í næsta neðsta sæti. Stjórnendur félagsins ætla að láta á það reyna hvort ákvörðunin um áframhaldandi veru HSV í deildinni standist fyrir dómstólum. Ef leyfi HSV Hamburg verður fellt úr gildi heldur Bergischer HC sæti sínu í efstu deild. Næstu vikur fara í þrætur um þetta mál fyrir dómstólum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -