- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Lydía og U17, U19, Bjarni, Sveinn, Elvar, Arnar, Søndergard

Lydía Gunnþórsdóttir, var á meðal markahæstu leikmanna á EM. Mynd/HF Montenegro/Stefan Ivanovic
- Auglýsing -
  • Lydía Gunnþórsdóttir er í áttunda sæti á lista yfir markahæstu leikmenn á Evrópumóti kvenna í handknattleik, 17 ára og yngri sem fram fer í Podgorica í Svatfjallalandi. Lydía hefur skorað 18 mörk í þremur fyrstu leikjum íslenska liðsins á mótinu. 
  • Lydía og samherjar í U17 ára landsliðinu hefja leik í dag í milliriðlakeppni um níunda til sextánda sæti á Evrópumótinu. Íslenska liðið leikur við landslið Sviss. Flautað verður til leiks klukkan 13.45 og verður að vanda textalýsing á handbolti.is auk þess sem hægt verður að fylgjast með útsendingu á ehftv.com. 
  • U19 ára landslið karla leikur í dag við landslið Barein í síðari leik í milliriðlakeppninnar um sæti 17 til 32 á heimsmeistaramótinu. Leikurinn hefst klukkan 13.30. Handbolti.is bregður ekki út af vananum og verður með textalýsingu frá leiknum auk þess sem hlekkur á streymi frá leiknum verður aðgengilegt á forsíðu. 
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu eitt mark hvor þegar lið þeirra GWD Minden tapaði í æfingaleik fyrir MT Melsungen um helgina, 37:30. Bjarni Ófeigur gekk til liðs við Minden í sumar frá Skövde í Svíþjóð. Aðalsteinn Eyjólfsson tók einnig við þjálfun liðsins sem leikur í næst efstu deild þýska handknattleiksins á næstu leiktíð. 
  • Elvar Örn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir MT Melsungen í sigurleiknum í Minden og Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk. 
  • Danski handknattleiksmaðurinn Theis Kock Søndergard sem lék með Gróttu á síðasta keppnistímabili hefur fengið félagaskipti frá Gróttu til Þýskalands. Daninn hefur í hyggju að leika með liði úr neðri deildum samhliða námi í háskóla, eftir því sem handbolti.is kemst næst. Ekki kemur fram á félagaskiptasíðu Handknattleikssambands Íslands með hvaða liði Søndergard ætlar að leika. Aðeins að samþykkt hafi verið félagaskipti til Þýskalands.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -