- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Matthildur Lilja, Lekai, Kulesh, Ministros, Roth

Matthildur Lilja Jónsdóttir handknattleikskona hjá ÍR. Mynd/ÍR
- Auglýsing -
  • Matthildur Lilja Jónsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Matthildur Lilja, sem er uppalin hjá félaginu, hefur verið í vaxandi hlutverki í meistaraflokki síðustu ár. Hún spilaði 20 leiki í Grill66-deildinni á síðasta keppnistímabili og skoraði 49 mörk.
  • Leiðir ungverska landsliðsmannsins Mate Lekai og Veszprém skildu óvænt í gær en hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Lekai hefur verið í herbúðum Veszprém frá árinu 2014 og ávallt skipað eitt af kjölfestu hlutverkum liðsins. Hann var um skeið fyrirliði. Orðrómur er upp um að Lekai gangi til liðs við Tatabánya sem einnig er í Ungverjalandi


  • Einnig er ljóst að Hvít-Rússinn Uladzislau Kulesh leikur ekki áfram að Łomza Industria Kielce. Hann sagði frá því á Instagram síðu sinni í gær. Kulesh hefur leikið með Kielce í fjögur ár. Næsti ákvörðunarstaður Hvít-Rússans hávaxna liggur ekki opinberlega fyrir en því hefur verið fleygt að hann væri jafnvel á leiðinni til Frakklands
  • Club Ministros frá Mexíkó vann félagsliðakeppni Norður-Ameríku sem lauk í fyrradag og tekur þátt í heimsmeistaramóti félagsliða í karlaflokki sem Alþjóða handknattleikssambandið stendur fyrir í Jeddah í Sádi-Arabíu í byrjun október. 

  • Þjóðverjinn Michael Roth hefur verið ráðinn þjálfari austurríska liðsins Bregenz. Roth hefur víða verið, fyrst sem leikmaður og síðar í hlutverki þjálfara, lengst af hjá Melsungen frá 2010 til 2018. Roth var leikmaður þýska landsliðsins sem vann silfur á Ólympíuleikunum 1984.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -