- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Meincke, Alonso, Johansson, Hernández, Oftedal, Mikkjalsson

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Meðal leikmanna grænlenska landsliðsins sem á sunnudagskvöld vann sér þátttökurétt á HM kvenna er Ivana Meincke sem undanfarin tvö ár hefur leikið með FH í Grill 66-deildinni. 
  • Spánverjinn Raul Alonso er hættur þjálfun þýska 1. deildarliðsins HC Erlangen. Hann mun einbeita sér að starfi íþróttastjóra sem hann hefur sinnt samhliða þjálfun liðsins síðustu mánuði. Nýr þjálfari tekur við á næstu dögum. Óvíst er hvort breyting á högum Alonso hafi áhrif á stöðu Ólafs Stefánssonar sem hefur verið aðstoðarþjálfari HC Erlangen síðasta árið. 
  • Sænski landsliðsmaðurinn Eric Johansson hefur skrifað undir nýjan samning við nýkrýnda Þýskalandsmeistara THW Kiel. Samningurinn er til fimm ára, til loka leiktíðar vorið 2028. Johansson er 22 ára gamall er þegar orðinn með öflugri skyttum í þýsku deildinni. Hann missti af síðustu leikjum nýliðins tímabils vegna meiðsla. Johansson kom til Kiel fyrir tveimur árum frá Guif
  • Spænski markvörðurinn Sergey Hernández hefur sagt skilið við Benfica í Portúgal og verður samherji Gísli Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar frá og með næstu leiktíð. Hernández hefur samið við Magdeburg til næstu tveggja ára. Hann lék m.a. í spænska B-landsliðinu á síðasta sumri þegar það vann Miðjarðarhafsleikana. Hernández leysti af danska markvörðinn Mike Jensen sem verið hefur undanfarin ár hjá Magdeburg en sækir á ný mið í sumar.  
  • Norska handknattleikskonan, Stine Oftedal, sem verið hefur ein sú allra besta um árabil sagði í samtali við VG í heimalandi sínu að hún muni hugsanlega ekki framlengja samning sinn við ungverska liðið Györ þegar núverandi samningur rennur út eftir ár. VG telur sennilegt að Oftedal vilji flytja nær unnusta sínum, þýska handknattleiksmanninum Rune Dahmke. Þau hafa verið par í sex ár, annað býr í Ungverjalandi, hitt í Þýskalandi. 
  • Færeyski línumaðurinn Pætur Mikkjalsson sem lék með KA í Olísdeildinni tímabilið 2021/2022 hefur ákveðið að kveðja nýliða sænsku úrvalsdeildarinnar, Amo Handboll, og ganga til liðs við Hallby.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -