- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram halda Haukur og félagar að gera það gott – tap hjá Fredericia HK

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK kallar skipanir til sinna manna. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Áfram heldur sigurganga Hauks Þrastarsonar og samherja í Dinmo Búkarest í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Þeir unnu í kvöld Eurofarm Pelister, meistaralið Norður Makedóníu, 34:25, á heimavelli í Búkarest. Dinamo hefur þar með sex stig í A-riðli, eins og Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með og vann sinn leik í gær.

Fjögur mörk og fjórar stoðsendingar

Haukur skoraði fjögur mörk í kvöld og átti fjórar stoðsendingar. Miklos Rosta skoraði sjö mörk. Ali Zein var næstur með sex mörk. Filip Kuzmanovski skoraði níu mörk fyrir Pelister.

Einar Þorsteinn Ólafsson og samherji hans hjá Fredericia HK freista þess að stöðva danska landsliðsmanninn og leikmann Füchse Berlin í leiknum í Óðinsvéum í kvöld. Ljósmynd/EPA

Þriðja tapið

Danska liðið Fredericia HK tapaði þriðja leiknum í keppninni í kvöld þegar það tók á móti hinu sterka þýska liði, Füchse Berlin, í Jyske Bank Arena í Óðinsvéum. Lokatölur 38:32, eftir jafna stöðu að loknum fyrri hálfleik, 17:17.

Berlínarliðið tók af skarið í upphafi síðari hálfleiks, skoraði þrjú fyrstu mörkin og hélt forskoti sínu til leiksloka. Þrátt fyrir tap þá var frammistaða Fredericia HK betri en gegn Sporting á heimavelli fyrir viku. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK var með böggum hildar eftir þá viðureign. Markvarslan var ekki upp á marga fiska hjá Fredericia HK.

Arnór og Einar Þorsteinn skoruðu

Evgeni Penov skoraði sex mörk fyrir Fredericia HK og Martin Bisgaard fimm. Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði þrjú mörk og Arnór Viðarsson eitt. Lasse Bredekjær Andersson skoraði átta sinnum fyrir Füchse Berlin. Mathias Gidsel skoraði sjö mörk eins og Jerry Tollbring.

Sjá einnig: Stórleikur Viktors Gísla nægði ekki

Annar sigur hjá Janusi Daða

Pick Szeged, sem Janus Daði Smárason leikur með, vann Nantes, 33:32, með sigurmarki Richard Bodó á síðustu sekúndu. Janus Daði skoraði eitt mark. Pick Szeged hefur fjögur stig eftir þrjá leiki og er næst á eftir Barcelona sem er efst í B-riðli.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -