- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar léku á als oddi – Sigvaldi Björn fór á kostum

Samherjarnir Mamadou Gassama Cissokho og Orri Freyr Þorkelsson. Mynd/Sporting CP
- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska meistaraliðinu Sporting léku við hvern sinn fingur í kvöld þegar þeir unnu ungversku meistarana, Veszprém með níu marka mun, 39:30, á heimavelli í þriðju umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Sporting hefur vakið athygli fyrir leiftrandi leik í keppninni fram til þessa og ekki dró úr töfrunum í leik liðsins í kvöld.

Fullkomin nýting hjá Orra Frey

Orri Freyr átti stórleik og skoraði sex mörk í sex skotum, með fullkomna skotnýtingu, og var næst markahæstur á eftir bræðrunum Francisco og Martim Costa. Þeir skoruðu sjö sinnum hvor. Sporting var sex mörkum yfir í hálfleik eftir að hafa skorað 23 mörk á 30 mínútum.

Leikurinn var einnig sá fyrsti sem Vezprém tapar í deildinni á leiktíðinni. Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk í þremur skotum fyrir ungversku meistarana. Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk.

Ellefu mörk Sigvalda Björns

Sigvaldi Björn Guðjónsson fór á kostum með norska meistaraliðinu Kolstad sem vann kærkominn sigur á Zagreb, 29:25, í Þrándheimi en liðin eru í B-riðli. Sigvaldi Björn skoraði 11 mörk og var með 85% skotnýtingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tvö mörk fyrir Kolstad sem komið er með sín fyrstu stig í riðlinum. Eftir því sem næst verður komist er Sveinn Jóhannsson, leikmaður Kolstad, meiddur á ökkla eftir viðureign í síðustu viku.

Kolstad varð fyrir áfalli í fyrri hálfleik þegar Sander Sagosen meiddist á öxl og kom ekkert við sögu í síðari hálfleik.

Ómar Ingi Magnússon sækir á milli tveggja varnarmanna Aalborg í leiknum í kvöld. Ljósmynd/EPA

Gísli og Ómar gáfu ekkert eftir

Manuel Zehnder tryggði Magdeburg annað stigið gegn dönsku meisturunum Aalborg í Álaborg, 33:33. Íslendingarnir voru að vanda í stóru hlutverki hjá Magdeburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur með sjö mörk auk fimm stoðsendinga. Ómar Ingi Magnússon var einu marki á eftir og gaf tvær stoðsendingar.

Lukas Nilsson og Patrick Wiesmach skoruðu sjö mörk hvor fyrir Aalborg. Slóveninn Aleks Vlah var næstur með sex mörk.

Barcelona með fullt hús

Barcelona er áfram efst í B-riðli með sex stig. Evrópumeistararnir unnu Industria Kielce, 32:28, í Kielce í kvöld. Melvyn Richardson skoraði átta mörk og hornamaðurinn Aleix Gómez sex mörk eins og ungstirnið Petar Cikusa. Michal Olejnicz skoraði sex sinnum fyrir Kielce og Dylan Nahi fimm.

Fjórir síðari leikir 3. umferðar fara fram á morgun.

A-riðill:

Standings provided by Sofascore

B-riðill:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -