- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Musche úr leik, sögulegt hjá Nærbø, Polman bjartsýn

Matthias Musche leiddur af leikvelli. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -
  • Þýski landsliðsmaðurinn Matthias Musche og liðsmaður SC Magdeburg verður væntanlega ekki meira með liðinu á þessu ári eftir að hafa meiðst á hné í viðureign SC Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen í fyrrakvöld. 
  • Nærbø komst í gærkvöld í úrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik karla með sigri á Arendal, 30:25, á heimavelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Nærbø, sem er smábær með um 7.000 íbúa, kemst með lið í úrslit í norsku bikarkeppninni. Lið félagsins er að grunni til byggt upp á heimamönnum sem sumir hafa leikið saman síðan á barnsaldri.
  • Elverum og Drammen með þá Óskar Ólafsson og Viktor Petersen Nordberg innan borðs, áttu að mætast í hinni viðureign undanúrslitanna í gærkvöld. Leiknum var frestað vegna þess að nokkrir leikmenn liðanna tóku þátt í leikjum með landsliðum sínum í síðustu viku og á sunnudag. Þeir þurfa að vera í sóttkví í framhaldi af komu til Noregs á nýjan leik.  Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn.
  • Ein fremsta handknattleikskona heims, Hollendingurinn  Estavana Polman vonast til þess að ná að leika með Esbjerg í úrslitakeppninn um danska meistaratitilinn í vor. Polman sleit krossband í byrjun ágúst. Hún sagði í samtali við TV2 í gærkvöld að endurhæfing gangi vel og ástæða væri til bjartsýni um að hún geti tekið þátt í úrslitakeppninni. Esbjerg er ríkjandi meistari í Danmörku. 
  • Annars tapaði Esbjerg í gærkvöld á heimavelli fyrir Viborg í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar, 30:28. Leikið var í Esbjerg. Viborg komst þar með í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur 22 stig eftir 12 leiki. Esbjerg er með 21 stig og Odense 20 en á leik til góða á tvö efstu liðin. Odense átti að leika við Vendsyssel í fyrrakvöld en leiknum var frestað vegna minkafársins sem ríkir á norðurhluta Jótlands. 
  • Moritz Preuss línumaður SC Magdeburg er enn einn leikmaðurinn úr þýska landsliðshópnum sem greinst hefur með kórónuveiruna á síðustu dögum. Félag hans greindi frá þessu í gær. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -