- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Myrhol, Oftedal, PSG, Sandell, N’Guessan

Bjarte Myrhol í leik með norska landsliðinu á ÓL í fyrra. Mynd/EPA
  • Norðmaðurinn Bjarte Myrhol segist ekki hafa hugsað sig um tvisvar þegar Kiel hafði samband við hann og grenslaðist fyrir um hvort hann gæti hlaupið í skarðið út keppnistímabilið. Myrhol lagði handboltaskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í ágúst. Hann segist vera í ágætu formi þótt aðeins hafi skort á leikæfingu. Hún hafi verið fljót að koma eftir nokkrar æfingar með liðinu. Myrhol lék sinn fyrsta leik með Kiel í gær þegar liðið lagði Hamburg í næst síðustu umferð þýsku 1. deildarinnar, 29:22, og skoraði tvö mörk. Sjö ár eru liðin síðan Myrhol lék síðast í þýsku 1. deildinni en hann fór frá Rhein-Neckar Löwen sumarið 2015 og lék með Skjern í Danmörku í sex ár eftir það.
  • Önnur norsk handknattleiksstjarna, Stine Oftedal, segist vita af áhuga danska úrvalsdeildarliðsins Esbjerg. Hún eigi hinsvegar eitt ár eftir af samningi sínum við Györ. Meðan svo sé einbeiti hún sér að því að leika með ungverska stórliðinu sem tapaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær fyrir Vipers, 33:31, eins og m.a. var greint frá á handbolta.is í gær.
  • Franska stórliðið PSG vann í gær 29. leik sinn í frönsku 1. deildinni á leiktíðinni. Ein umferð er eftir í deildinni og vinni PSG síðasta leik sinn verður liðið það fyrsta í sögunni til þess að vinna frönsku 1. deildina með fullu húsi stiga.
  • Sænski landsliðsmaðurinn Lukas Sandel er bæði orðaður við Kiel og Veszprém þessa dagana. Hvort heldur verður ofan á þá virðist ljóst að Sandell er á förum frá Danmerkurmeisturum Aalborg í sumar.
  • Svo kann að fara að Timothey N’Guessan leiki ekki með Barcelona í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Frakkinn er í kapphlaupi við tímann vegna meiðsla í aftanverðu læri.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -