- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Nagy, Hákon Daði, HC Motor, Parrondo, Garralda, Solberg, Robin

Martin Nagy fyrrverandi markvörður Vals er kominn til Fredreicia HK. Ljósmynd/Björgvin Franz
- Auglýsing -
  • Ungverski markvörðurinn Martin Nagy sem leikur með Gummersbach, liðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, er meiddur og verður frá keppni í allt að tvo mánuði gangi allt að óskum. Sagt var frá þessu í gær þegar Gummersbach-liðið kom saman til fyrstu æfingar eftir sumarleyfi. Gummersbach leikur á ný í þýsku 1. deildinni á næsta keppnistímabili. 
  • Nagy varð Íslandsmeistari með Val vorið 2021 en gekk til liðs við Gummersbach þá um sumarið. Oskar Knudsen, 16 ára gamall markvörður, æfir amk með Gummersbach næstu vikur á meðan Nagy er frá keppni. 

  • Sjá mátti á myndum frá fyrstu æfingu Gummersbach-liðsins að Hákon Daði Styrmisson tók eitthvað þátt í æfingunni en aðeins eru rúmir sjö mánuðir síðan hann sleit krossband í hné. Hákon Daði verður örugglega ekki í keppnisliði félagsins fyrr en undir árslok í fyrsta lagi. 
  • Úkraínska meistaraliðið HC Motor, sem verður gestalið í þýsku 2. deildinni á næsta keppnistímabili, leikur upphafsleik deildarinnar 31. ágúst gegn TSV Bayer Dormagen. Viðureignin fer fram í Düsseldorf þar sem HC Motor verður með bækistöðvar. 
  • Spánverjinn Mateo Garralda hefur verið ráðinn þjálfari egypska liðsins Zamalek SC. Garralda gerði garðinn frægan á handknattleiksvellinum á tíunda áratug síðustu aldar og fram á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Hann hefur m.a. þjálfað landslið Chile og Púertó Ríkó


  • Eftir þriggja ára starf þá er Roberto García Parrondo hættur að þjálfa karlalandslið Egyptalands í handknattleik. Síðasta verk hans með landsliðið var að stýra því til sigurs í Afríkukeppninni sem lauk í fyrrakvöld. Spánverjinn ætlar að einbeita sér að þjálfun þýska 1. deildarliðsins Melsungen.
  • Norska landsliðskonan Sanna Solberg leikur væntanlega ekkert með Team Esbjerg á næsta keppnistímabil. Solberg gegnur með sitt fyrsta barn og á von barninu í heiminn í lok janúar.
  • Franski markvörðurinn  Mickaël Robin sem eitt sinn lék með Barcelona hefur yfirgefið Nantes og samið við Saint-Raphaël Var Handball til tveggja ára. Robin var ofaukið hjá Nantes þegar Viktor Gísli Hallgrímsson og Ivan Peric komu til félagsins í sumar. Lið Nantes kemur saman til æfinga í dag í fyrsta sinn eftir sumarleyfi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -