- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Neagu, Görbicz, Radicevic, Alfreð, Zechel, Drux, Jacobsen

Rúmenska handknattleikskonan Cristina Neagu. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Rúmenska handknattleikskonan Cristina Neagu leikmaður CSM Búkarest varð á sunnudaginn þriðja handknattleikskonan til þess að skora yfir 1.000 mörk í Meistaradeildinni í handknattleik. Neagu skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í október 2009. 
  • Ungverjinn Anita Görbicz skoraði 1.016 mörk á ferlinum í Meistaradeild kvenna. Svartfellingurinn Jovanka Radicevic er markahæst með 1.045 en hún er ennþá að en Görbicz er hætt og hefur snúið sér að þjálfun. 
  • Neagu náði þeim áfanga i nóvember að verða markahæsti handknattleiksmaður sögunnar á Evrópumótum landsliða, jafnt kvenna sem karla. 
  • Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands kallaði Tim Zechel línumann Erlangen til móts við þýska landsliðshópinn sem kominn er til Gdansk. Zechel verður þar með 17. leikmaðurinn í hópnum.  Paul Drux sem gat ekki leikið með þýska liðinu gegn Noregi vegna veikinda er sagður á batavegi en óvíst var í gærkvöld hvort hann verður í hópnum sem mætir Frökkum í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. 
  • Danska landsliðið í handknattleik æfði ekkert í Stokkhólmi í gær eftir að hafa flutt sig um set frá Malmö. Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana segir leikmenn sína vera þreytta og að þeim hafi ekkert veitt af því að slappa af. Jacobsen sagðist jafnvel reikna með að sleppa öllu æfingum út mótið en því lýkur á sunnudaginn. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -