- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Nilsson ekki á HM, bikarhelgin flutt fram í júní

Sænski markvörðurinn Andreas Palicka er þrátt fyrir meiðsli í landsliðshópi Svía fyrir HM. Mynd/Rhein-Neckar Löwen
- Auglýsing -
  • Athygli vakti í gær að nafn Lukas Nilsson var ekki að finna í 35 manna landsliðshópi Svía sem Glenn Solberg, landsliðsþjálfari, opinberaði í gær. Úr hópnum mun hann velja leikmenn til þess að tefla fram á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Talsmaður Nilsson sagði í samtali við Aftonposten að Nilsson gæfi ekki kost á sér af fjölskylduástæðaum. Nilsson er ein skærasta stjarna sænsks handknattleiks og gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen í sumar eftir nokkurra ára veru hjá  Kiel. 
  • Markvörðurinn Mikael Appelgren er ekki sænska hópnum. Ljóst er þar með að hann verður ekki orðinn góður af meiðslum þegar HM fer fram. Andreas Palicka er hinsvegar í hópnum þótt hann sé á sjúkrskrá um þessar mundir eins og Appelgren. Niclas Ekberg  er í hópnum en hann var ekki með sænska landsliðinu á EM í upphafi þessa árs. Reyndar var talið að Ekberg væri búinn að gefa landsliðið upp á bátinn. Honum snerist hugur og gaf kost á sér í landsliðið aftur í leikina við Rúmena og Kósóvóbúa í undankeppni EM í byrjun síðasta mánaðar.
  • Úrslitahelgi þýsku bikarkeppninnar í karlaflokki var í vor sem leið frestað vegna kórónuveirunnar. Ákveðið var að leikið skyldi til úrslita í febrúar á næsta ári en bikarkeppnin felld niður að öðru leyti á þessu keppnistímabili í karlaflokki. Nú hefur verið horfið frá úrslitahelginni í febrúar og ákveðið að veðja helgina 5. og 6. júní í staðinn. 
  • Frestunin er til að liðka fyrir keppni í 1.deild karla sem er gengin úr skorðum vegna margra frestaðra leikja á síðustu vikum. Tvö Íslendingalið eru í undanúrslitum. Lemgo með Bjarka Má Elísson innanborðs og Melsungen þar sem Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari og Arnar Freyr Arnarsson er leikmaður. Einnig eiga Kiel og Hannover-Burgdorf sæti í undanúrslitum.  Að vanda fara leikir úrslitahelgarinnar fram í íþróttahöllinni í Hamborg.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -