- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Nýr þjálfari, á batavegi, tók pokann sinn

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Danska handknattleiksliðið Ribe-Esbjerg, sem landsliðsmennirnir Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson leika með, hefur samið við Marc Uhd um að hann taki við þjálfun liðsins eftir ár þegar samningur Uhd hjá TMS Ringsted rennur út. 
  • Þangað til Uhd kemur til starfa þjálfar Jesper Holm lið félagsins eins og hann hefur gert síðan Anders Thomsen varð að taka pokann sinn í fyrri hluta mars. Ribe-Esbjerg á sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn og mætir Fredericia HK. Fyrsta viðureignin fer fram á fimmtudaginn í næstu viku.
  • Arpad Sterbik fyrrverandi handknattleiksmarkvörður og nú markvarðaþjálfari ungverska liðsins Telekom Veszprém er sagður á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð í kjölfar óvænts hjartaáfalls á dögunum. Í tilkynningu Veszprém segir að aðgerðin hafi tekist vel. Sterbik bíður krefjandi endurhæfing næstu mánuði. Hann er 45 ára gamall. 
  • Emir Kurtagic tekur við þjálfun nýliða þýsku 1. deildarinnar, VfL Potsdam, í sumar. Bob Hanning sem þjálfar liðið nú ætlar að hætta afskiptum í sumar enda er hann einnig einn stjórnenda Füchse Berlin sem verður andstæðingur VfL Potsdam á næstu leiktíð. Talsverð samvinna hefur verið á milli félaganna sem vafalaust verður að ljúka nú þegar liðin verða í sömu deild. Kurtagic er þjálfari yngri landsliða Þýskalands í karlaflokki.
  • Adrian Vasile hefur verið leystur frá störfum þjálfara rúmenska meistaraliðsins CSM Búkarest þótt liðið tróni á toppnum heimafyrir. Tveir tapleikir fyrir franska meistaraliðinu Metz í átta liða úrslitum Meistaradeildar var meira en stjórnendur félagsins gátu sætt sig við. Vasile hefur þjálfað liðið í fimm ár var samningsbundinn félaginu í eitt ár til viðbótar. 
  • Svíinn Per Johansson, sem tímabundið er þjálfari ungverska liðsins Györ, er nefndur sem líklegasti eftirmaður Vasile. Einnig nefna rúmenskir fjölmiðlar Danann Jakob Vestergaard sem nú þjálfar þýska meistaraliðið Bietigheim. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -