- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Nýr þjálfari, óánægja og Rússi úr leik

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Vendsyssel. Mynd/Facebook
- Auglýsing -
  • Nýr aðstoðarþjálfari hefur verið ráðinn til danska úrvalsdeildarliðsins Vendsyssel sem Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir leika með. Jesper Korsgaard heitir kappinn og kemur í stað Thomas Kjær sem á dögunum fékk stöðuhækkun og var ráðinn aðalþjálfari eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari um skeið. Vensdsyssel mætir Köbenhavn Håndbold á laugardaginn í fyrsta leik liðsins í rúmar þrjár vikur. 
  • Ekki eru allir ánægðir með að eingöngu kvendómarar skuli dæma leiki EM kvenna í handknattleik sem fram fer í Danmörku og Noregi í desember. Það voru tímamót um á dögunum þegar Handknattleikssamband Evrópu tilkynnti að kvendómarar myndu dæma alla leiki mótsins. Greindi handbolti.is m.a. frá þessu. Leikmenn og þjálfarar eru sumir á því að fremstu dómarapör Evrópu eigi að dæma leiki mótsins óháð kyni. Nokkur umræða skapaðist m.a. hjá TV2 í Danmörku í gær þar sem landsliðsmenn, danskir, norskir og hollenskir, lýstu óánægju sinni. Forseti EHF, Michael Wiederer,  gaf lítið fyrir þessa gagnrýni og segir engu verði breytt. 
  • Rússneski hornamaðurin Daniil Shishkarev leikur ekki með Veszprém næsta mánuðinn vegna meiðsla. Shishkarev  kom til liðsins í sumar eftir að leikið afar vel um nokkurra ára skeið með Vardar Skopje og ma. verið í sigurlið Meistaradeildar Evrópu 2017 og 2019.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -